Körfubolti

Teitur verður áfram með Stjörnuliðið - samdi til 2013

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Teitur Örlygsson.
Teitur Örlygsson. Mynd/Valli
Teitur Örlygsson hefur framlengt samning sinn við Stjörnuna um tvö ár og verður því áfram við stjórnvölinn í Garðabænum. Þetta kemur fram á heimasíðu Stjörnunnar.Teitur hefur þjálfað Stjörnuna síðan í ársloks 2008 og hefur síðan þá komið liðinu í hóp bestu liða deildarinnar.

Stjarnan varð bikarmeistari 2009 og komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn sama ár en Teitur var þá kosinn þjálfari ársins.

Í ár fór Teitur síðan með Stjörnuliðið alla leið í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn þar sem liðið tapaði 1-3 á móti KR.

„Teitur náði frábærum árangri með liðið á síðustu leiktíð og endaði liðið eins og kunnugt er í öðru sæti úrvalsdeildar.  Því lagði stjórn deildarinnar áherslu á að semja við Teit og var gengið frá samningum við hann í dag," segir í frétt á heimasíðu Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×