Fótbolti

Edda flutt nefbrotin á sjúkrahús í sigrinum á Umeå í gær

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Edda Garðarsdóttir.
Edda Garðarsdóttir.
Edda Garðarsdóttir lenti í slæmu samstuði við samherja á lokamínútunum í 1-0 sigri á Umeå í sænska kvennaboltanum í gær en lið hennar Örebro vann þá bæði fyrsta leik sinn á tímabilinu um leið og það varð fyrsta liðið til þess að vinna lið Umeå á tímabilinu.

Edda nefbrotnaði eftir þetta samstuð í uppbótartíma leiksins en það fossblæddi úr nefinu og var hún því flutt strax á  Norrlands Háskólasjúkrahúsið í Umeå. Edda var ekki eini leikmaður Örebro til að meiðast í þessum fyrsta sigri liðsins í Umeå frá upphafi.

Sara Larsson tognaði aftan í læri í fyrri hálfleik og þurfti að yfirgefa völlinn eftir 30 mínútur. Örebro er líka án íslensku landsliðskonunnar Ólínu Guðbjörgu Viðarsdóttur.  Sigurmark liðsins gerði Marie Ståhlberg á 44. mínútu leiksins en hún hafði komið inn á sem varamaður fyrir Larsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×