Osama bjó í víggirtu stórhýsi - allt rusl var brennt 2. maí 2011 10:03 Aðeins örfáir vissu af leiðangri bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan þar sem ætlunin var að handsama eða drepa einn hættulegasta hryðjuverkamann heims, Osama Bin Laden. Þeir komu á fjórum þyrlum að víggirtu stórhýsi þar sem hann dvaldist, í bænum Abbottabad sem er um 100 kílómetra norðan við höfuðborgina Islamabad. Húsið sem Osama bjó í sem var girt af með ríflega fimm metra háum vegg, og þar ofan á hafði gaddavír verið komið fyrir. Athygli Bandaríkjamanna var vakin á byggingunni þegar í ljós kom að húsið, sem er það stærsta og víggirtasta í bænum, var hvorki með símatengingu né nettengingu, og að allt rusl frá húsinu var brennt. Húsið er sagt um átta sinnum stærra en stærstu húsin í grenndinni. Fylgst hafði verið með húsinu í marga mánuði enda það talið hafa verið byggt sérstaklega til að hýsa hryðjuverkamann. Síðar var ljóst að sá hryðjuverkamaður var sjálfur Osama. Árásin tók fljótt af. Fjórir karlmenn sem reyndu að verja Osama voru drepnir, auk konu sem sagt er þeir hafi notað til að hlífa sjálfum sér. Samkvæmt talsmönnum bandaríkjastjórnar var Osama skotinn í höfuðið. Sérsveitarmennirnir tóku lík Osama með sér í þyrlu. Til að enginn vafi léki á að þeir hefðu drepið rétta manninn létu þeir sérstakt tölvuforrit skanna myndir af andliti og líkama líksins. Að því loknu var líkinu varpað í sjóinn, eftir að um það hafði verið búið samkvæmt íslömskum hefðum. Nákvæmlega hvernig það var gert hefur hins vegar ekki verið skýrt nánar. Ekki var vitað um neina þjóð sem myndi vilja taka við líkamsleifum hryðjuverkamannsins og því talið vænlegast að varpa þeim í sæ. Nákvæmar upplýsingar um hvar líkið fór í sjóinn hafa ekki verið gefnar upp. Sterkur grunur vaknaði í byrjun árs um að Osama byggi í Abbottabad. Um miðjan febrúar töldu hermenn sig hafa fengið það staðfest og hafa síðan skipulagt árásina. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur setið fundi með öryggisráðinu frá marsmánuði þar sem hann var upplýstur um stöðuna. Síðasta föstudag, 29. apríl, gaf Obama fyrirskipun um árásina. Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar fagna andláti Osama bin laden Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa fagnað því að Osama bin Laden er allur. 2. maí 2011 08:17 Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2. maí 2011 09:32 Blóði drifinn ferill Osama bin Laden Osama bin Laden á að baki litríkan ferill sem helsti hryðjuverkamaður heimsins á undanförnum áratug. 2. maí 2011 07:44 Osama Bin Laden er látinn Osama Bin Laden, leiðtogi Al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna, er látinn. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi til þjóðar sinnar. 2. maí 2011 03:28 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Aðeins örfáir vissu af leiðangri bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan þar sem ætlunin var að handsama eða drepa einn hættulegasta hryðjuverkamann heims, Osama Bin Laden. Þeir komu á fjórum þyrlum að víggirtu stórhýsi þar sem hann dvaldist, í bænum Abbottabad sem er um 100 kílómetra norðan við höfuðborgina Islamabad. Húsið sem Osama bjó í sem var girt af með ríflega fimm metra háum vegg, og þar ofan á hafði gaddavír verið komið fyrir. Athygli Bandaríkjamanna var vakin á byggingunni þegar í ljós kom að húsið, sem er það stærsta og víggirtasta í bænum, var hvorki með símatengingu né nettengingu, og að allt rusl frá húsinu var brennt. Húsið er sagt um átta sinnum stærra en stærstu húsin í grenndinni. Fylgst hafði verið með húsinu í marga mánuði enda það talið hafa verið byggt sérstaklega til að hýsa hryðjuverkamann. Síðar var ljóst að sá hryðjuverkamaður var sjálfur Osama. Árásin tók fljótt af. Fjórir karlmenn sem reyndu að verja Osama voru drepnir, auk konu sem sagt er þeir hafi notað til að hlífa sjálfum sér. Samkvæmt talsmönnum bandaríkjastjórnar var Osama skotinn í höfuðið. Sérsveitarmennirnir tóku lík Osama með sér í þyrlu. Til að enginn vafi léki á að þeir hefðu drepið rétta manninn létu þeir sérstakt tölvuforrit skanna myndir af andliti og líkama líksins. Að því loknu var líkinu varpað í sjóinn, eftir að um það hafði verið búið samkvæmt íslömskum hefðum. Nákvæmlega hvernig það var gert hefur hins vegar ekki verið skýrt nánar. Ekki var vitað um neina þjóð sem myndi vilja taka við líkamsleifum hryðjuverkamannsins og því talið vænlegast að varpa þeim í sæ. Nákvæmar upplýsingar um hvar líkið fór í sjóinn hafa ekki verið gefnar upp. Sterkur grunur vaknaði í byrjun árs um að Osama byggi í Abbottabad. Um miðjan febrúar töldu hermenn sig hafa fengið það staðfest og hafa síðan skipulagt árásina. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur setið fundi með öryggisráðinu frá marsmánuði þar sem hann var upplýstur um stöðuna. Síðasta föstudag, 29. apríl, gaf Obama fyrirskipun um árásina.
Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar fagna andláti Osama bin laden Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa fagnað því að Osama bin Laden er allur. 2. maí 2011 08:17 Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2. maí 2011 09:32 Blóði drifinn ferill Osama bin Laden Osama bin Laden á að baki litríkan ferill sem helsti hryðjuverkamaður heimsins á undanförnum áratug. 2. maí 2011 07:44 Osama Bin Laden er látinn Osama Bin Laden, leiðtogi Al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna, er látinn. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi til þjóðar sinnar. 2. maí 2011 03:28 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Þjóðarleiðtogar fagna andláti Osama bin laden Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa fagnað því að Osama bin Laden er allur. 2. maí 2011 08:17
Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2. maí 2011 09:32
Blóði drifinn ferill Osama bin Laden Osama bin Laden á að baki litríkan ferill sem helsti hryðjuverkamaður heimsins á undanförnum áratug. 2. maí 2011 07:44
Osama Bin Laden er látinn Osama Bin Laden, leiðtogi Al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna, er látinn. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi til þjóðar sinnar. 2. maí 2011 03:28