Osama bjó í víggirtu stórhýsi - allt rusl var brennt 2. maí 2011 10:03 Aðeins örfáir vissu af leiðangri bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan þar sem ætlunin var að handsama eða drepa einn hættulegasta hryðjuverkamann heims, Osama Bin Laden. Þeir komu á fjórum þyrlum að víggirtu stórhýsi þar sem hann dvaldist, í bænum Abbottabad sem er um 100 kílómetra norðan við höfuðborgina Islamabad. Húsið sem Osama bjó í sem var girt af með ríflega fimm metra háum vegg, og þar ofan á hafði gaddavír verið komið fyrir. Athygli Bandaríkjamanna var vakin á byggingunni þegar í ljós kom að húsið, sem er það stærsta og víggirtasta í bænum, var hvorki með símatengingu né nettengingu, og að allt rusl frá húsinu var brennt. Húsið er sagt um átta sinnum stærra en stærstu húsin í grenndinni. Fylgst hafði verið með húsinu í marga mánuði enda það talið hafa verið byggt sérstaklega til að hýsa hryðjuverkamann. Síðar var ljóst að sá hryðjuverkamaður var sjálfur Osama. Árásin tók fljótt af. Fjórir karlmenn sem reyndu að verja Osama voru drepnir, auk konu sem sagt er þeir hafi notað til að hlífa sjálfum sér. Samkvæmt talsmönnum bandaríkjastjórnar var Osama skotinn í höfuðið. Sérsveitarmennirnir tóku lík Osama með sér í þyrlu. Til að enginn vafi léki á að þeir hefðu drepið rétta manninn létu þeir sérstakt tölvuforrit skanna myndir af andliti og líkama líksins. Að því loknu var líkinu varpað í sjóinn, eftir að um það hafði verið búið samkvæmt íslömskum hefðum. Nákvæmlega hvernig það var gert hefur hins vegar ekki verið skýrt nánar. Ekki var vitað um neina þjóð sem myndi vilja taka við líkamsleifum hryðjuverkamannsins og því talið vænlegast að varpa þeim í sæ. Nákvæmar upplýsingar um hvar líkið fór í sjóinn hafa ekki verið gefnar upp. Sterkur grunur vaknaði í byrjun árs um að Osama byggi í Abbottabad. Um miðjan febrúar töldu hermenn sig hafa fengið það staðfest og hafa síðan skipulagt árásina. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur setið fundi með öryggisráðinu frá marsmánuði þar sem hann var upplýstur um stöðuna. Síðasta föstudag, 29. apríl, gaf Obama fyrirskipun um árásina. Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar fagna andláti Osama bin laden Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa fagnað því að Osama bin Laden er allur. 2. maí 2011 08:17 Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2. maí 2011 09:32 Blóði drifinn ferill Osama bin Laden Osama bin Laden á að baki litríkan ferill sem helsti hryðjuverkamaður heimsins á undanförnum áratug. 2. maí 2011 07:44 Osama Bin Laden er látinn Osama Bin Laden, leiðtogi Al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna, er látinn. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi til þjóðar sinnar. 2. maí 2011 03:28 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Aðeins örfáir vissu af leiðangri bandarískra sérsveitarmanna í Pakistan þar sem ætlunin var að handsama eða drepa einn hættulegasta hryðjuverkamann heims, Osama Bin Laden. Þeir komu á fjórum þyrlum að víggirtu stórhýsi þar sem hann dvaldist, í bænum Abbottabad sem er um 100 kílómetra norðan við höfuðborgina Islamabad. Húsið sem Osama bjó í sem var girt af með ríflega fimm metra háum vegg, og þar ofan á hafði gaddavír verið komið fyrir. Athygli Bandaríkjamanna var vakin á byggingunni þegar í ljós kom að húsið, sem er það stærsta og víggirtasta í bænum, var hvorki með símatengingu né nettengingu, og að allt rusl frá húsinu var brennt. Húsið er sagt um átta sinnum stærra en stærstu húsin í grenndinni. Fylgst hafði verið með húsinu í marga mánuði enda það talið hafa verið byggt sérstaklega til að hýsa hryðjuverkamann. Síðar var ljóst að sá hryðjuverkamaður var sjálfur Osama. Árásin tók fljótt af. Fjórir karlmenn sem reyndu að verja Osama voru drepnir, auk konu sem sagt er þeir hafi notað til að hlífa sjálfum sér. Samkvæmt talsmönnum bandaríkjastjórnar var Osama skotinn í höfuðið. Sérsveitarmennirnir tóku lík Osama með sér í þyrlu. Til að enginn vafi léki á að þeir hefðu drepið rétta manninn létu þeir sérstakt tölvuforrit skanna myndir af andliti og líkama líksins. Að því loknu var líkinu varpað í sjóinn, eftir að um það hafði verið búið samkvæmt íslömskum hefðum. Nákvæmlega hvernig það var gert hefur hins vegar ekki verið skýrt nánar. Ekki var vitað um neina þjóð sem myndi vilja taka við líkamsleifum hryðjuverkamannsins og því talið vænlegast að varpa þeim í sæ. Nákvæmar upplýsingar um hvar líkið fór í sjóinn hafa ekki verið gefnar upp. Sterkur grunur vaknaði í byrjun árs um að Osama byggi í Abbottabad. Um miðjan febrúar töldu hermenn sig hafa fengið það staðfest og hafa síðan skipulagt árásina. Bandaríkjaforseti, Barack Obama, hefur setið fundi með öryggisráðinu frá marsmánuði þar sem hann var upplýstur um stöðuna. Síðasta föstudag, 29. apríl, gaf Obama fyrirskipun um árásina.
Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar fagna andláti Osama bin laden Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa fagnað því að Osama bin Laden er allur. 2. maí 2011 08:17 Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2. maí 2011 09:32 Blóði drifinn ferill Osama bin Laden Osama bin Laden á að baki litríkan ferill sem helsti hryðjuverkamaður heimsins á undanförnum áratug. 2. maí 2011 07:44 Osama Bin Laden er látinn Osama Bin Laden, leiðtogi Al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna, er látinn. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi til þjóðar sinnar. 2. maí 2011 03:28 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
Þjóðarleiðtogar fagna andláti Osama bin laden Þjóðarleiðtogar víða um heiminn hafa fagnað því að Osama bin Laden er allur. 2. maí 2011 08:17
Dollarinn braggast eftir dauða Osama bin Laden Fjármálamarkaðir hafa tekið mjög vel í tíðindin af dauða Osama bin Laden. Þannig hefur dollarinn styrkst aðeins í morgun gagnvart evrunni. 2. maí 2011 09:32
Blóði drifinn ferill Osama bin Laden Osama bin Laden á að baki litríkan ferill sem helsti hryðjuverkamaður heimsins á undanförnum áratug. 2. maí 2011 07:44
Osama Bin Laden er látinn Osama Bin Laden, leiðtogi Al-Kaída-hryðjuverkasamtakanna, er látinn. Þetta staðfesti Barack Obama Bandaríkjaforseti í ávarpi til þjóðar sinnar. 2. maí 2011 03:28