Handbolti

AG komið yfir í úrslitarimmunni - Arnór markahæstur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnór og Snorri Steinn fagna með félögum sínum.
Arnór og Snorri Steinn fagna með félögum sínum. Mynd/AG
AG Kaupmannahöfn er komið yfir í úrslitarimmunni gegn Bjerringbro-Silkeborg eftir sigur á útivelli í dag. Það þýðir að liðið getur tryggt sér titilinn í Danmörku í leiknum fræga á Parken um næstu helgi.

AG vann leikinn, 29-27, eftir að hafa verið undir í síðari hálfleik. Bjerringbro-Silkeborg var með forystu, 23-20, þegar að AG skoraði þrjú mörk í röð og náði að jafna metin.

AG var svo skrefinu framar síðustu mínútur leiksins og tryggði sér að lokum tveggja marka sigur. Arnór Atlason var markahæstur í liði AG með sex mörk en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði tvö.

Snorri Steinn og Arnór verða svo sjálfsagt í eldlínunni þegar að þessi lið mætast á ný á Parken-leikvanginum í Kaupmannahöfn fyrri framan rúmlega 30 þúsund manns um næstu helgi.

AG varð á milli jóla og nýárs danskur bikarmeistari og getur því unnið tvöfalt í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×