Handbolti

Kiel rústaði liði frá Líbanon

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason.
Alfreð Gíslason. Nordic Photos / Bongarts
Kiel lék í dag sinn fyrsta leik í heimsmeistarakeppni félagsliða sem hófst í Doha í Katar í dag. Liðið vann þá Al Sadd frá Líbanon með gríðarlegum yfirburðum en lokatölur voru 42-18, Kiel í vil. Staðan í hálfleik var 22-8.

Liðin leika í A-riðli keppninnar ásamt liðum frá Katar og Brasilíu. Ciudad Real er í B-riðli og vann í dag átta marka sigur á Al-Zamalek frá Egyptalandi, 33-25.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel en Aron Pálmarsson fékk frí í leiknum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×