Birgir Leifur keppir á Áskorendamótaröðinni á Ítalíu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2011 13:00 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Nordic Photos/Getty Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Birgir Leifur rétt náði til Flórens í tíma fyrir mótið og náði ekkert að æfa á vellinum. Hann hefur heldur ekkert keppt á þessu ári og því í engu spilformi. Það er því óvíst hvernig Birgir Leifi mun ganga en hann hóf keppni klukkan 12.20 í dag. Það er hægt að fylgjast með skori hans með því að smella hér. Birgir Leifur á með góðum árangri möguleika á að geta komið sér í betri stöðu til að vinna sér sæti á Evrópumótaröðinni. 20 efstu kylfingarnir á tekjulista Áskorendamótaraðarinnar fá meðal annars keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð. Birgir Leifur hefur fundið sig vel á Ítalíu því besti árangur hans á Evrópumótaröðinni var fyrir tæpum fjórum árum þegar hann náði 11. sæti á Telecom Italia Open mótinu. Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Birgir Leifur rétt náði til Flórens í tíma fyrir mótið og náði ekkert að æfa á vellinum. Hann hefur heldur ekkert keppt á þessu ári og því í engu spilformi. Það er því óvíst hvernig Birgir Leifi mun ganga en hann hóf keppni klukkan 12.20 í dag. Það er hægt að fylgjast með skori hans með því að smella hér. Birgir Leifur á með góðum árangri möguleika á að geta komið sér í betri stöðu til að vinna sér sæti á Evrópumótaröðinni. 20 efstu kylfingarnir á tekjulista Áskorendamótaraðarinnar fá meðal annars keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð. Birgir Leifur hefur fundið sig vel á Ítalíu því besti árangur hans á Evrópumótaröðinni var fyrir tæpum fjórum árum þegar hann náði 11. sæti á Telecom Italia Open mótinu.
Golf Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira