OKC jafnði einvígið eftir þríframlengdan leik gegn Grizzlies Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2011 08:56 Lebrown James fór á kostum í nótt. Mynd. / AP Miami Heat er komið í algjöra lykilstöðu gegn Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA, en liðið bar sigur úr býtum, 98-90, eftir framlengdan leik. Jafnræði var með liðunum nánast allan leiktímann og liðin skiptust á að hafa sára litla forystu. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, lék meiddur annan leikinn í röð en leikmaðurinn fór úr lið á olnboga í síðasta leik liðinna. Rondo gat ekki beitt sér sem skyldi í leiknum í nótt og átti oft á tíðum erfitt uppdráttar. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 86-86, en þá var komið að Lebrown James, leikmanni Miami Heat, en hann tók yfir í framlengingunni og stýrði sínu liði til sigurs. James skoraði 34 stig og tók 14 fráköst fyrir Miami. Chris Bosh átti einnig afbragðsgóðan leik fyrir Miami Heat en hann gerði 20 stig og tók 12 fráköst, en Bosh hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í rimmunni. Dwyane Wade kórónaði frammistöðu þessara þriggja leikmanna og skoraði 28 stig. Í liði heimamanna var það Paul Pierce sem var atkvæðamestur með 27 stig. Miami Heat leiðir nú einvígið 3-1, en alls þarf að sigra fjóra leiki til að komast í úrslit Austurdeildarinnar. Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt fimmtudags í Miami, en þá er að duga eða drepast fyrir Boston Celtics. Oklahoma City Thunder náðu aftur á móti að jafna metinn í einvíginu gegn Memphis Grizzlies, 2-2, eftir frábæran sigur í hreint út sagt mögnuðum leik sem þurfti að þríframlengja. OKC vann að lokum sigur 133-123, en næsti leikur fer fram í Oklahoma. Gríðarleg flóð herja nú í borginni Memphis þessa daganna, en ekki kom til þess að fresta þurfti leiknum. Leikurinn var æsispennandi og líklega einn besti leikur úrslitakeppnarinnar í ár. Mike Conley, leikmaður Memphis Grizzlis, var hetjan undir lok venjulegs leiktíma en hanns setti niður þriggja stiga körfu á loka andartökum leiksins og jafnaði metinn 96-96. Þegar rétt rúmlega ein mínúta var eftir að fyrstu framlengingunni höfðu OKC 6 stiga forystu, en aftur neituðu Grizzlies menn að gefast upp, en þá var komið að Greivis Vasquez hjá Grizzlies. Vasquez hefur hreinlega spurngið út í úrslitakeppninni en hann jafnaði leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu og önnur framlenging því staðreynd. Jafnt var á öllum tölum í annarri framlengingu og því þurfti að framlengja í þriðja sinn, en þar hafði Oklahoma City Thunder undirtökin og unnu að lokum öruggan tíu stiga sigur í mögnuðum maraþonleik. Russel Westbrook, leikmaður OKC, lék líklega sinn allra besta leik á ferlinum í úrslitakeppni en hann gerði 40 stig. Kevin Durant var frábær í þriðju framlengingunni í nótt og skoraði 35 stig fyrir OKC. Zach Randolph, leikmaður Memphis Grizzlies, var atkvæðamestur hjá sínu liði með 34 stgi og 16 fráköst. Það liggur enginn vafi á því að þessi rimma er langt frá því að vera búin og sjö leikja sería kæmi engum á óvart. NBA Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira
Miami Heat er komið í algjöra lykilstöðu gegn Boston Celtics í undanúrslitum Austurdeildar NBA, en liðið bar sigur úr býtum, 98-90, eftir framlengdan leik. Jafnræði var með liðunum nánast allan leiktímann og liðin skiptust á að hafa sára litla forystu. Rajon Rondo, leikstjórnandi Boston Celtics, lék meiddur annan leikinn í röð en leikmaðurinn fór úr lið á olnboga í síðasta leik liðinna. Rondo gat ekki beitt sér sem skyldi í leiknum í nótt og átti oft á tíðum erfitt uppdráttar. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 86-86, en þá var komið að Lebrown James, leikmanni Miami Heat, en hann tók yfir í framlengingunni og stýrði sínu liði til sigurs. James skoraði 34 stig og tók 14 fráköst fyrir Miami. Chris Bosh átti einnig afbragðsgóðan leik fyrir Miami Heat en hann gerði 20 stig og tók 12 fráköst, en Bosh hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína í rimmunni. Dwyane Wade kórónaði frammistöðu þessara þriggja leikmanna og skoraði 28 stig. Í liði heimamanna var það Paul Pierce sem var atkvæðamestur með 27 stig. Miami Heat leiðir nú einvígið 3-1, en alls þarf að sigra fjóra leiki til að komast í úrslit Austurdeildarinnar. Næsti leikur liðanna fer fram aðfaranótt fimmtudags í Miami, en þá er að duga eða drepast fyrir Boston Celtics. Oklahoma City Thunder náðu aftur á móti að jafna metinn í einvíginu gegn Memphis Grizzlies, 2-2, eftir frábæran sigur í hreint út sagt mögnuðum leik sem þurfti að þríframlengja. OKC vann að lokum sigur 133-123, en næsti leikur fer fram í Oklahoma. Gríðarleg flóð herja nú í borginni Memphis þessa daganna, en ekki kom til þess að fresta þurfti leiknum. Leikurinn var æsispennandi og líklega einn besti leikur úrslitakeppnarinnar í ár. Mike Conley, leikmaður Memphis Grizzlis, var hetjan undir lok venjulegs leiktíma en hanns setti niður þriggja stiga körfu á loka andartökum leiksins og jafnaði metinn 96-96. Þegar rétt rúmlega ein mínúta var eftir að fyrstu framlengingunni höfðu OKC 6 stiga forystu, en aftur neituðu Grizzlies menn að gefast upp, en þá var komið að Greivis Vasquez hjá Grizzlies. Vasquez hefur hreinlega spurngið út í úrslitakeppninni en hann jafnaði leikinn með magnaðri þriggja stiga körfu og önnur framlenging því staðreynd. Jafnt var á öllum tölum í annarri framlengingu og því þurfti að framlengja í þriðja sinn, en þar hafði Oklahoma City Thunder undirtökin og unnu að lokum öruggan tíu stiga sigur í mögnuðum maraþonleik. Russel Westbrook, leikmaður OKC, lék líklega sinn allra besta leik á ferlinum í úrslitakeppni en hann gerði 40 stig. Kevin Durant var frábær í þriðju framlengingunni í nótt og skoraði 35 stig fyrir OKC. Zach Randolph, leikmaður Memphis Grizzlies, var atkvæðamestur hjá sínu liði með 34 stgi og 16 fráköst. Það liggur enginn vafi á því að þessi rimma er langt frá því að vera búin og sjö leikja sería kæmi engum á óvart.
NBA Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Kemi tilþrifin: Af nægu að taka í annarri umferð Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Sjá meira