Þetta var eins og í helvíti Boði Logason skrifar 25. maí 2011 14:49 Bændur í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur hafa smalað kindum í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Valgarður Gíslason „Það er allt annað ástand í dag en það var í gær og fyrradag, nú sér maður rigningadropa og það er ekkert mistur úti," segir Sigurður Kristinsson, bóndi á Hörgslandi II sem er sjö kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segir að askan sem fallið hefur til jarðar haldist nú á jörðu niðri en úrlítil úrkoma hefur verið á svæðinu í morgun. „Við erum núna að fara í gegnum féð okkar og skola úr augunum á þeim, það eru nokkrar kindur sem eru hreinlega blindar," segir Sigurður en það drápust þrjár ær og tvö lömb hjá honum í öskufallinu. „Við eigum eftir að fara meðfram skurðunum, en þeir eru allir fullir af ösku svo það sést ekkert sérstaklega vel, við munum skoða þá betur þegar það hefur rignt ofan í þá," segir Sigurður sem er með rúmlega 500 fjár og 30 hross á bænum hjá sér.Mörg lömb hafa drepist vegna öskufallsins. Mynd/Valgarður Gíslason„Við björguðum svo einni hryssu sem var föst ofan í skurði og svo misstum við eitt folald í köstun, hún var eitthvað að flýta sér hún átti ekkert að kasta núna," segir Sigurður. Hann segir að hann hafi ekki verið búinn að hleypa öllu fénu út þegar gosið byrjaði á laugardagskvöld. „Það var kuldaspá í loftunum og það hefði alveg eins getað snjóað eins og gerðist fyrir austan svo ég var með mikinn fjölda inni þegar gosið byrjaði."Eins og í helvíti Og Sigurður segir að nú sé mikið hreinsunarstarf framundan. „Askan er alls staðar en þó slapp heimilið okkar nokkuð vel, það er bara mikil aska í anddyrinu. Það var náttúrlega lítið hægt að fara um þegar verst var," segir hann. „Það var nú einhver gálgahúmor hérna eftir að gosið byrjaði að þetta væri svipað og að vera í helvíti, nema að þar væri aðeins heitara. Þegar þú fórst út með vasaljós, gerðu þau ekki neitt því þegar þú réttir fram hendina sástu ekki einu sinni fingurna." Hann segir að það hafi tekið á að vera upplifa öskufallið. „En það þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu því þá fer maður bara yfir um, en auðvitað leið manni ekki vel að vita af skepnunum úti í þessum óþvera," segir hann. Grímsvötn Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
„Það er allt annað ástand í dag en það var í gær og fyrradag, nú sér maður rigningadropa og það er ekkert mistur úti," segir Sigurður Kristinsson, bóndi á Hörgslandi II sem er sjö kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segir að askan sem fallið hefur til jarðar haldist nú á jörðu niðri en úrlítil úrkoma hefur verið á svæðinu í morgun. „Við erum núna að fara í gegnum féð okkar og skola úr augunum á þeim, það eru nokkrar kindur sem eru hreinlega blindar," segir Sigurður en það drápust þrjár ær og tvö lömb hjá honum í öskufallinu. „Við eigum eftir að fara meðfram skurðunum, en þeir eru allir fullir af ösku svo það sést ekkert sérstaklega vel, við munum skoða þá betur þegar það hefur rignt ofan í þá," segir Sigurður sem er með rúmlega 500 fjár og 30 hross á bænum hjá sér.Mörg lömb hafa drepist vegna öskufallsins. Mynd/Valgarður Gíslason„Við björguðum svo einni hryssu sem var föst ofan í skurði og svo misstum við eitt folald í köstun, hún var eitthvað að flýta sér hún átti ekkert að kasta núna," segir Sigurður. Hann segir að hann hafi ekki verið búinn að hleypa öllu fénu út þegar gosið byrjaði á laugardagskvöld. „Það var kuldaspá í loftunum og það hefði alveg eins getað snjóað eins og gerðist fyrir austan svo ég var með mikinn fjölda inni þegar gosið byrjaði."Eins og í helvíti Og Sigurður segir að nú sé mikið hreinsunarstarf framundan. „Askan er alls staðar en þó slapp heimilið okkar nokkuð vel, það er bara mikil aska í anddyrinu. Það var náttúrlega lítið hægt að fara um þegar verst var," segir hann. „Það var nú einhver gálgahúmor hérna eftir að gosið byrjaði að þetta væri svipað og að vera í helvíti, nema að þar væri aðeins heitara. Þegar þú fórst út með vasaljós, gerðu þau ekki neitt því þegar þú réttir fram hendina sástu ekki einu sinni fingurna." Hann segir að það hafi tekið á að vera upplifa öskufallið. „En það þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu því þá fer maður bara yfir um, en auðvitað leið manni ekki vel að vita af skepnunum úti í þessum óþvera," segir hann.
Grímsvötn Mest lesið „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Önnur sprunga opnast Innlent Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Innlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent