NBA: Dirk með 40 stig og Dallas komið í 3-1 eftir sigur í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2011 09:00 Dirk Nowitzki. Mynd/AP Dallas Mavericks átti magnaða endurkomu í 112-105 sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma City eftir framlengdan leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Dallas var 15 stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en tókst að tryggja sér framlengingu sem liðið vann 11-4. Dirk Nowitzki skoraði 12 stig á síðustu 4 mínútum og 49 sekúndum leiksins sem Dallas-liðið vann 17-2. „Þetta var næstum því búið. Við máttum ekki klikka einu sinni í viðbót eða missa ef einu frákasti. Við spiluðum næstum því fullkomlega á þessum kafla," sagði Nowitzki. Dallas-liðið vann því báða leikina í Oklahoma City, er komið í 3-1 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri á heimavelli í næsta leik. Dallas er nú búið að vinna fimm útileiki í röð í úrslitakeppninni.Mynd/AP„Vörnin sá um þetta í lokin því við vorum ekki með besta sóknarliðið okkar inni á þessum lokakafla. Við vorum með lið inn á vellinum sem stoppaði þá og tókst síðan að koma boltanum í körfuna," sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig fyrir Dallas en hann hitti úr 12 af 20 skotum sinum og úr 14 af 15 vítum. Jason Terry skoraði 20 stig og Jason Kidd var með 17 stig, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta. „Dirk Nowitzki var frábær en ég er aðallega svekktur út í sjálfan mig og ég brást liðinu. Ég brást allri borginni," sagði Kevin Durant eftir leikinn.Mynd/APKevin Durant klikkaði á fyrsta skotin sínu í framlengingunni en fékk síðan ekki annað skot fyrr en þegar 10 sekúndur voru eftir. Durant endaði leikinn með 29 stig og 15 fráköst. Serge Ibaka var með 18 stig og 10 fráköst fyrir Oklahoma City og Russell Westbrook bætti við 19 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðendingum. Þeir Durant og Westbrook hittu aðeins úr 16 af 44 skotum saman, töpuðu auk þess 15 boltum saman og skoruðu ekki eitt einasta stig í framlengingunni. „Þetta var mjög svekkjandi tap en menn verða bara að taka þessu eins og menn og halda áfram. Við verðum að bara að hlaða batteríin og einbeita okkur að því að vinna einn leik," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City. NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira
Dallas Mavericks átti magnaða endurkomu í 112-105 sigri á Oklahoma City Thunder í Oklahoma City eftir framlengdan leik í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Dallas var 15 stigum undir þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum en tókst að tryggja sér framlengingu sem liðið vann 11-4. Dirk Nowitzki skoraði 12 stig á síðustu 4 mínútum og 49 sekúndum leiksins sem Dallas-liðið vann 17-2. „Þetta var næstum því búið. Við máttum ekki klikka einu sinni í viðbót eða missa ef einu frákasti. Við spiluðum næstum því fullkomlega á þessum kafla," sagði Nowitzki. Dallas-liðið vann því báða leikina í Oklahoma City, er komið í 3-1 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum með sigri á heimavelli í næsta leik. Dallas er nú búið að vinna fimm útileiki í röð í úrslitakeppninni.Mynd/AP„Vörnin sá um þetta í lokin því við vorum ekki með besta sóknarliðið okkar inni á þessum lokakafla. Við vorum með lið inn á vellinum sem stoppaði þá og tókst síðan að koma boltanum í körfuna," sagði Rick Carlisle, þjálfari Dallas. Dirk Nowitzki skoraði 40 stig fyrir Dallas en hann hitti úr 12 af 20 skotum sinum og úr 14 af 15 vítum. Jason Terry skoraði 20 stig og Jason Kidd var með 17 stig, 7 stoðsendingar og 4 stolna bolta. „Dirk Nowitzki var frábær en ég er aðallega svekktur út í sjálfan mig og ég brást liðinu. Ég brást allri borginni," sagði Kevin Durant eftir leikinn.Mynd/APKevin Durant klikkaði á fyrsta skotin sínu í framlengingunni en fékk síðan ekki annað skot fyrr en þegar 10 sekúndur voru eftir. Durant endaði leikinn með 29 stig og 15 fráköst. Serge Ibaka var með 18 stig og 10 fráköst fyrir Oklahoma City og Russell Westbrook bætti við 19 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðendingum. Þeir Durant og Westbrook hittu aðeins úr 16 af 44 skotum saman, töpuðu auk þess 15 boltum saman og skoruðu ekki eitt einasta stig í framlengingunni. „Þetta var mjög svekkjandi tap en menn verða bara að taka þessu eins og menn og halda áfram. Við verðum að bara að hlaða batteríin og einbeita okkur að því að vinna einn leik," sagði Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 27-35 | Íslensku strákarnir sökktu Svíum Handbolti Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Enski boltinn „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Sjá meira