Kerin full af ösku - fleiri hundruð kíló af bleikju drapst Hafsteinn Hauksson skrifar 23. maí 2011 13:07 Mynd úr safni Um tvö til þrjúhundruð kíló af bleikjum hafa drepist í fiskeldi nálægt gosstöðvunum. Starfsmenn sjá vart í kerin fyrir ösku, svo heildartjónið kemur ekki í ljós fyrr en rofa tekur til. Fiskeldi hefur verið í grennd við Kirkjubæjarklaustur lungann úr síðasta áratug, en þar eru um fjörutíu til fimmtíu tonn af bleikju um þessar mundir. Birgir Þórisson, rekstrarstjóri Klausturbleikju, segist aldrei hafa órað fyrir ástandinu sem nú ríkir á svæðinu, en þar reyna menn nú að bjarga því sem bjargað verður. „Við erum trúlega á einum versta staðnum hérna, þar sem askan er mest," segir Birgir, en eldisstöðvarnar eru um 20 kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segist vita til þess að nokkuð magn af fiski hafi þegar drepist. „Ég var að reyna að skjóta á þetta í morgun; þetta eru allavega um tvö til þrjúhundruð kíló sem við erum búnir að missa, en það er náttúrulega peanuts miðað við það sem við erum með. Við vitum þó raunverulega ekkert, það er þetta óvissuástand sem er erfiðast hjá okkur. Það er svo óhreint vatnið í kerjunum að við vitum ekki hvaða áhrif þetta kann að hafa." Hann segir að heildartjónið komi því ekki í ljós fyrr en að einhverjum dögum liðnum. Hann veit þó lítið við hverju á að búast. „Það er lítill flúor í þessu, svo eitrunaráhrifin eru ekki mikil, eftir því sem dýralæknir segir mér. En það er spurning hvað þetta varir lengi og hvaða áhrif þetta hefur. Askan er farin að skafa í skafla, og maður veit ekki hvort þetta getur valdið stíflunum. Þetta er óvissa. En 99% er lifandi ennþá. Við erum nokkuð ánægðir með það. Helstu fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Um tvö til þrjúhundruð kíló af bleikjum hafa drepist í fiskeldi nálægt gosstöðvunum. Starfsmenn sjá vart í kerin fyrir ösku, svo heildartjónið kemur ekki í ljós fyrr en rofa tekur til. Fiskeldi hefur verið í grennd við Kirkjubæjarklaustur lungann úr síðasta áratug, en þar eru um fjörutíu til fimmtíu tonn af bleikju um þessar mundir. Birgir Þórisson, rekstrarstjóri Klausturbleikju, segist aldrei hafa órað fyrir ástandinu sem nú ríkir á svæðinu, en þar reyna menn nú að bjarga því sem bjargað verður. „Við erum trúlega á einum versta staðnum hérna, þar sem askan er mest," segir Birgir, en eldisstöðvarnar eru um 20 kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segist vita til þess að nokkuð magn af fiski hafi þegar drepist. „Ég var að reyna að skjóta á þetta í morgun; þetta eru allavega um tvö til þrjúhundruð kíló sem við erum búnir að missa, en það er náttúrulega peanuts miðað við það sem við erum með. Við vitum þó raunverulega ekkert, það er þetta óvissuástand sem er erfiðast hjá okkur. Það er svo óhreint vatnið í kerjunum að við vitum ekki hvaða áhrif þetta kann að hafa." Hann segir að heildartjónið komi því ekki í ljós fyrr en að einhverjum dögum liðnum. Hann veit þó lítið við hverju á að búast. „Það er lítill flúor í þessu, svo eitrunaráhrifin eru ekki mikil, eftir því sem dýralæknir segir mér. En það er spurning hvað þetta varir lengi og hvaða áhrif þetta hefur. Askan er farin að skafa í skafla, og maður veit ekki hvort þetta getur valdið stíflunum. Þetta er óvissa. En 99% er lifandi ennþá. Við erum nokkuð ánægðir með það.
Helstu fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira