Innlent

Hótelgestir komast hvorki lönd né strönd

Gestir á Islandia Hótel að Núpum nærri Kirkjubæjarklaustri fylgjast með gangi mála á vefmiðlum í morgun.
Gestir á Islandia Hótel að Núpum nærri Kirkjubæjarklaustri fylgjast með gangi mála á vefmiðlum í morgun. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
„Hér er bara mjög leiðinlegt ástand," segir Sigrún Kapitola Guðrúnardóttir, hótelstjóri, á Islandia Hótel að Núpum nærri Kirkjubæjarklaustri. „Það hefur verið mikið mistur frá því á miðnætti og núna sjáum við ekki bílana sem standa fyrir utan."

Á hótelinu dvelja 17 gestir þar af fjórir erlendir auk fjögurra starfsmanna. Þeir komast hvorki lönd né strönd, samkvæmt Sigrúnu. „Fólki líður samt vel og það eru allir að hjálpast að."

Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Aska hefur komist inn um glugga og hafa starfsmenn og gestir brugðið á það ráð að bleyta handklæði og komið þeim fyrir við glugga til að reyna að sporna gegn því að askan komist inn. BrunavarnaRkerfi hótelsins fór af stað á meðan fréttastofa ræddi við Sigrúnu en það hefur ítrekað gerst síðustu klukkustundir, að sögn Sigrúnar.

Aukafréttatími verður á Stöð 2 á slaginu klukkan tólf á hádegi vegna eldgossins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×