Setti stjörnuleikmann sinn í skammarkrókinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2011 19:30 Russell Westbrook. Mynd/AP Russell Westbrook, er leikstjórnandi og annar stjörnuleikmanna NBA-liðsins Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta. Hann fékk þó óvenjulítið að vera í nótt þegar liðið jafnaði einvígi sitt í 1-1 á móti Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar. Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City, tók mikla áhættu með því að nota Russell Westbrook ekkert í fjórða leikhlutanum en liðið vann engu að síður mikilvægan 106-100 útisigur í þessum leik. Bekkur liðsins var frábær og átti mestan þátt í sigrinum. Westbrook spilaði sína síðustu mínútu í lok þriðja leikhlutans og lét þjálfara sinn heyra það þegar hann tók hann útaf eftir klaufalegan tapaðan bolta. Westbrook hélt áfram að kvarta í sætinu sínu þar til aðstoðarþjálfarinn Maurice Cheeks kom til hans og róaði hann niður. Brooks ákvað hinsvegar að láta vara-leikstjórnandann Eric Maynor klára leikinn og þegar Russell Westbrook var spurður út í þetta eftir leikinn sagði hann að það hafi ekki verið erfitt að horfa á leikinn af bekknum. „Ekki þegar við erum að vinna. Ég er góður, ég sit bara á bekknum og bíð eftir að þjálfarinn kalli nafnið mitt," sagði Russell Westbrook og Brooks vildi ekki meina að þetta hafi verið einhver refsing. „Mér fannst Eric standa sig vel og ég hef notað hann nokkrum sinnum í fjórða leikhluta á tímabilinu í staðinn fyrir Russell á þessu tímabili þó að það gerist ekki oft," sagði Brooks og bætti við: „Russell er ótrúlegur leikmaður og hann er okkar aðalleikstjórnandi. Það gekk hinsvegar allt svo vel þegar Eric var inn á vellinum og því þurfti Russell að sitja að þessu sinni. Eric stjórnaði leiknum vel og tók allar réttu ákvarðanirnar," sagði Brooks. Oklahoma City tapaði þeim 28 mínútum sem Westbrook spilaði með 10 stigum en vann þær 19 mínútur sem Maynor spilaði með 18 stigum. Maynor var með 13 stig í leiknum og tapaði ekki einasta bolta. Westbrook var með 18 stig, 4 stoðsendingar og 4 tapaða bolta. NBA Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Russell Westbrook, er leikstjórnandi og annar stjörnuleikmanna NBA-liðsins Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta. Hann fékk þó óvenjulítið að vera í nótt þegar liðið jafnaði einvígi sitt í 1-1 á móti Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar. Scott Brooks, þjálfari Oklahoma City, tók mikla áhættu með því að nota Russell Westbrook ekkert í fjórða leikhlutanum en liðið vann engu að síður mikilvægan 106-100 útisigur í þessum leik. Bekkur liðsins var frábær og átti mestan þátt í sigrinum. Westbrook spilaði sína síðustu mínútu í lok þriðja leikhlutans og lét þjálfara sinn heyra það þegar hann tók hann útaf eftir klaufalegan tapaðan bolta. Westbrook hélt áfram að kvarta í sætinu sínu þar til aðstoðarþjálfarinn Maurice Cheeks kom til hans og róaði hann niður. Brooks ákvað hinsvegar að láta vara-leikstjórnandann Eric Maynor klára leikinn og þegar Russell Westbrook var spurður út í þetta eftir leikinn sagði hann að það hafi ekki verið erfitt að horfa á leikinn af bekknum. „Ekki þegar við erum að vinna. Ég er góður, ég sit bara á bekknum og bíð eftir að þjálfarinn kalli nafnið mitt," sagði Russell Westbrook og Brooks vildi ekki meina að þetta hafi verið einhver refsing. „Mér fannst Eric standa sig vel og ég hef notað hann nokkrum sinnum í fjórða leikhluta á tímabilinu í staðinn fyrir Russell á þessu tímabili þó að það gerist ekki oft," sagði Brooks og bætti við: „Russell er ótrúlegur leikmaður og hann er okkar aðalleikstjórnandi. Það gekk hinsvegar allt svo vel þegar Eric var inn á vellinum og því þurfti Russell að sitja að þessu sinni. Eric stjórnaði leiknum vel og tók allar réttu ákvarðanirnar," sagði Brooks. Oklahoma City tapaði þeim 28 mínútum sem Westbrook spilaði með 10 stigum en vann þær 19 mínútur sem Maynor spilaði með 18 stigum. Maynor var með 13 stig í leiknum og tapaði ekki einasta bolta. Westbrook var með 18 stig, 4 stoðsendingar og 4 tapaða bolta.
NBA Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti