Hjörvar Hermannsson tryggði Þrótti 1-0 sigur á KA í 1. deild karla í kvöld en með sigrinum komust Þróttarar upp að hlið Hauka í 2. til 3. sæti deildarinnar. Haukar halda samt öðru sætinu á markatölu.
Þróttarar fengu aðeins eitt stig út úr fyrstu tveimur leikjum sínum en hafa síðan unnið þrjá leiki í röð, 3-1 sigur á Leikni,. 2-1 sigur á HK og svo sigurinn á Valbjarnarvellinum í kvöld.
Það var bara skorað í tveimur leikjum af fjórum í kvöld því engin mörk voru skoruðu á ÍR-vellinum og á Ásvöllum.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net.
Úrslit og markaskorarar í 1. deild karla í kvöld:BÍ/Bolungarvík-ÍA 0-6
Hjörtur Júlíus Hjartarson 2, Stefán Þór Þórðarson 2, Gary Martin, Mark Doninger.
Haukar-Fjölnir 0-0
Þróttur R.-KA 1-0
Hjörvar Hermannsson
ÍR-Grótta 0-0
ÍR
Haukar