Dallas náði ekki að stöðva James og Wade Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. júní 2011 09:00 Frábærir í nótt - LeBron James og Dwyane Wade. Mynd/AP Miami Heat er komið með 1-0 forystu í úrslitarimmu sinni gegn Dallas Mavericks um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir sigur í leik liðanna í nótt, 92-84. LeBron James og Dwyane Wade fóru fyrir liði Miami í nótt sem seig fram úr Dallas, hægt og rólega, í síðari hálfleik. James skoraði 24 stig í leiknum og Wade 22, þar af fimmtán í síðari hálfleik. Varnarleikur Miami var öflugur í nótt eins og svo oft áður í úrslitakeppninni en Dallas hefur ekki skorað færri stig í einum leik í úrslitakeppninni. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og tók þar að auki átta fráköst. Shawn Marion skoraði sextán stig og Jason Terry tólf. Enn verri fréttir eru að Nowitzky meiddist á fingri í leiknum í nótt og þarf líklega að spila með spelku á puttanum í úrslitakeppninni. Meiðslin eru þó ekki á skothendi hans. Leikmenn Dallas náði að halda Miami í 39 prósent skotnýtingu en að sama skapi var skotnýting þeirra sjálfra ekki nema 37 prósent - sem er það langversta sem liðið hefur skilað af sér í úrslitakeppninni. Sigur Miami var þó ekki í höfn fyrir á lokamínútunni en ljóst var í hvað stefndi. Dallas náði átta stiga forystu í upphafi síðari hálfleiks en þá fór vélin að malla hjá Miami sem leiddi leikinn allan fjórða leikhlutann. „Þeir eru með tvo leikmenn sem eru mjög góðir í að klára sína leiki,“ sagði Nowitzky og átti við þá Wade og James. „Það eru fáir sem gera það betur en þeir.“ „Þegar komið er í fjórða leikhluta er tímabært að vinna leiki,“ sagði James eftir leikinn í nótt. „Þetta er góð tilfinning vegna þess að þetta var fyrsti leikurinn og liðið spilaði í heild sinni vel. En það er nóg eftir og á morgun byrjum við að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Við erum spenntir fyrir honum.“ Síðast þegar þessi lið mættust í úrslitakeppninni voru þau einnig að spila um titilinn. Það var árið 2006 og Miami vann 4-2 eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta var því fimmti sigur Miami á Dallas í úrslitakeppninni í röð. LeBron James hefur einu sinni áður komist í lokaúrslitin í deildinni en það var árið 2007 með Cleveland Cavaliers. Þá tapaði liðið fyrir San Antonio, 4-0, og var þetta því fyrsti sigur James í lokaúrslitunum á ferlinum. Dominos-deild karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Miami Heat er komið með 1-0 forystu í úrslitarimmu sinni gegn Dallas Mavericks um NBA-meistaratitilinn í körfubolta eftir sigur í leik liðanna í nótt, 92-84. LeBron James og Dwyane Wade fóru fyrir liði Miami í nótt sem seig fram úr Dallas, hægt og rólega, í síðari hálfleik. James skoraði 24 stig í leiknum og Wade 22, þar af fimmtán í síðari hálfleik. Varnarleikur Miami var öflugur í nótt eins og svo oft áður í úrslitakeppninni en Dallas hefur ekki skorað færri stig í einum leik í úrslitakeppninni. Dirk Nowitzky skoraði 27 stig fyrir Dallas og tók þar að auki átta fráköst. Shawn Marion skoraði sextán stig og Jason Terry tólf. Enn verri fréttir eru að Nowitzky meiddist á fingri í leiknum í nótt og þarf líklega að spila með spelku á puttanum í úrslitakeppninni. Meiðslin eru þó ekki á skothendi hans. Leikmenn Dallas náði að halda Miami í 39 prósent skotnýtingu en að sama skapi var skotnýting þeirra sjálfra ekki nema 37 prósent - sem er það langversta sem liðið hefur skilað af sér í úrslitakeppninni. Sigur Miami var þó ekki í höfn fyrir á lokamínútunni en ljóst var í hvað stefndi. Dallas náði átta stiga forystu í upphafi síðari hálfleiks en þá fór vélin að malla hjá Miami sem leiddi leikinn allan fjórða leikhlutann. „Þeir eru með tvo leikmenn sem eru mjög góðir í að klára sína leiki,“ sagði Nowitzky og átti við þá Wade og James. „Það eru fáir sem gera það betur en þeir.“ „Þegar komið er í fjórða leikhluta er tímabært að vinna leiki,“ sagði James eftir leikinn í nótt. „Þetta er góð tilfinning vegna þess að þetta var fyrsti leikurinn og liðið spilaði í heild sinni vel. En það er nóg eftir og á morgun byrjum við að undirbúa okkur fyrir næsta leik. Við erum spenntir fyrir honum.“ Síðast þegar þessi lið mættust í úrslitakeppninni voru þau einnig að spila um titilinn. Það var árið 2006 og Miami vann 4-2 eftir að hafa lent 2-0 undir. Þetta var því fimmti sigur Miami á Dallas í úrslitakeppninni í röð. LeBron James hefur einu sinni áður komist í lokaúrslitin í deildinni en það var árið 2007 með Cleveland Cavaliers. Þá tapaði liðið fyrir San Antonio, 4-0, og var þetta því fyrsti sigur James í lokaúrslitunum á ferlinum.
Dominos-deild karla Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu deild karla og Lögmál leiksins Sport Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira