Sport

Haye leggur hanskana á hilluna eftir bardagann gegn Klitschko

Stefán Árni Pálsson skrifar
Haye sést hér hægra megin á móti Klitschko. Mynd. / Getty Images
Haye sést hér hægra megin á móti Klitschko. Mynd. / Getty Images
Breski boxarinn, David Haye, ætlar sér að leggja hanskana á hilluna eftir bardagann gegn  Wladimir Klitschko í júlí.

Bardaginn mun fara fram í Þýskalandi og er líklega stærsti bardagi ársins í boxheiminum.

„Ég hef alltaf sagt að ég muni hætta þegar ég verð þrítugur og það hefur ekkert breyst“.

Haye verður þrítugur 13. Október næstkomandi og ætlar sér að leggja hanskana á hilluna fyrir þann tíma.

„Ég hef unnið allt sem ég ætlaði mér að vinna og sérstaklega þegar ég er búinn að sigra Klitschko þá er ferillinn minn fullkominn“.

„Ég er að æfa með það að leiðarljósi að þetta gæti verið síðasti bardaginn minn, hann verður því að vera minn besti“.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×