„Við vorum vel stemmdir fyrir þessum leik," sagði Sverre Jakobsson, varnartröll íslenska landsliðsins í handbolta, eftir að liðið hafði tryggt sér farseðilinn á Evrópumótið í Serbíu á næsta ári.
Ísland sigraði Austurríki 44-29 í Laugardalshöllinni í dag og eru því komnir á Evrópumótið í Serbíu á næsta ári.
„Það var bara eitt markmið hjá okkur og við sýndum það inn á vellinum hvort liðið væri betra".
„Það var einhvernvegin allt til staðar hjá okkur hvort sem það var vörn, markvarsla eða sóknarleikurinn".
„Það var allt annað að sjá liðið frá því í Lettlandi og við bara gengum á lagið og Austurríki átti aldrei möguleika í okkur," sagði Sverre.
Sverre: Þeir áttu aldrei séns
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið

Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið
Enski boltinn


Víkingar skipta um gír
Íslenski boltinn



Gera grín að Jürgen Klopp
Fótbolti

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti


