Handbolti

Ciudad Real flytur sig væntanlega til Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ólafur Stefánsson fagnar hér sigri í Meistaradeildinni á heimavelli Ciudad Real, Quijote Arena. Mynd/Vilhelm
Ólafur Stefánsson fagnar hér sigri í Meistaradeildinni á heimavelli Ciudad Real, Quijote Arena. Mynd/Vilhelm mynd/vilhelm
Flestir bendir til þess að spænska handboltastórveldið Ciudad Real sé að flytja til Madrid. Ekki hefur tekist að fá nóg af stórum stuðningsaðilum í bænum til þess að halda rekstrinum áfram þar.

"Ef það verða ekki komnir styrktaraðilar þann 29. júní þá erum við farnir," sagði Domingo Diaz de Mera, forseti félagsins, en hann vill síður flytja félagið um set.

"Efnahagshrunið hefur farið illa með okkur á ýmsan hátt og meira að segja ársmiðahöfum fer fækkandi. Mér finnst þetta miður og þessi staða særir engan meira en mig sjálfan. Það verður samt að leysa þessi vandamál og ég get ekki logið lengur að leikmönnum mínum."

Bærinn Ciudad Real er í um klukkutíma fjarlægð frá Madrid. Ciudad hefur verið stórveldi í handboltanum í mörg ár og barist á toppnum á Spáni við Barcelona.

Ólafur Stefánsson lék lengi með félaginu og vann allt sem hægt er að vinna með félaginu. Rúnar Sigtryggsson lék einnig með félaginu á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×