Tekur íslenska þjóðsönginn í gítarsólói Birgir Örn Steinarsson skrifar 23. júní 2011 13:21 Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur. Þeir sem hafa hlustað á samnefnda frumraun sveitarinnar er kom út fyrir skemmstu vita að hér svífur hipparokkið yfir vötnum og auðheyrt að Óskar Logi hefur hlustað mikið á gítarhetjuna Jimi Hendrix. Óskar þekkir feril hans vel og er heillaður af framkomu hans á Woodstock hátíðinni þar sem Hendrix spilaði sig inn á spjöld sögunnar með því að taka bandaríska þjóðsönginn í gítarsólói. Óskar sér hér leik á borði og undirbýr að taka íslenska þjóðsönginn á Gaddstaðaflötum í svipuðum stíl og goðið hans gerði fyrir rétt rúmlega fjörtíu árum síðan á Woodstock. Hér fyrir ofan má sjá The Vintage Caravan flytja lagið Black Swan á tónleikum fyrr í mánuðinum. Hljómsveitin kemur fram á laugardagskvöldinu á Bestu útihátíðinni. Fylgist með The Vintage Caravan á Facebook. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur. Þeir sem hafa hlustað á samnefnda frumraun sveitarinnar er kom út fyrir skemmstu vita að hér svífur hipparokkið yfir vötnum og auðheyrt að Óskar Logi hefur hlustað mikið á gítarhetjuna Jimi Hendrix. Óskar þekkir feril hans vel og er heillaður af framkomu hans á Woodstock hátíðinni þar sem Hendrix spilaði sig inn á spjöld sögunnar með því að taka bandaríska þjóðsönginn í gítarsólói. Óskar sér hér leik á borði og undirbýr að taka íslenska þjóðsönginn á Gaddstaðaflötum í svipuðum stíl og goðið hans gerði fyrir rétt rúmlega fjörtíu árum síðan á Woodstock. Hér fyrir ofan má sjá The Vintage Caravan flytja lagið Black Swan á tónleikum fyrr í mánuðinum. Hljómsveitin kemur fram á laugardagskvöldinu á Bestu útihátíðinni. Fylgist með The Vintage Caravan á Facebook. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira