Tekur íslenska þjóðsönginn í gítarsólói Birgir Örn Steinarsson skrifar 23. júní 2011 13:21 Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur. Þeir sem hafa hlustað á samnefnda frumraun sveitarinnar er kom út fyrir skemmstu vita að hér svífur hipparokkið yfir vötnum og auðheyrt að Óskar Logi hefur hlustað mikið á gítarhetjuna Jimi Hendrix. Óskar þekkir feril hans vel og er heillaður af framkomu hans á Woodstock hátíðinni þar sem Hendrix spilaði sig inn á spjöld sögunnar með því að taka bandaríska þjóðsönginn í gítarsólói. Óskar sér hér leik á borði og undirbýr að taka íslenska þjóðsönginn á Gaddstaðaflötum í svipuðum stíl og goðið hans gerði fyrir rétt rúmlega fjörtíu árum síðan á Woodstock. Hér fyrir ofan má sjá The Vintage Caravan flytja lagið Black Swan á tónleikum fyrr í mánuðinum. Hljómsveitin kemur fram á laugardagskvöldinu á Bestu útihátíðinni. Fylgist með The Vintage Caravan á Facebook. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur. Þeir sem hafa hlustað á samnefnda frumraun sveitarinnar er kom út fyrir skemmstu vita að hér svífur hipparokkið yfir vötnum og auðheyrt að Óskar Logi hefur hlustað mikið á gítarhetjuna Jimi Hendrix. Óskar þekkir feril hans vel og er heillaður af framkomu hans á Woodstock hátíðinni þar sem Hendrix spilaði sig inn á spjöld sögunnar með því að taka bandaríska þjóðsönginn í gítarsólói. Óskar sér hér leik á borði og undirbýr að taka íslenska þjóðsönginn á Gaddstaðaflötum í svipuðum stíl og goðið hans gerði fyrir rétt rúmlega fjörtíu árum síðan á Woodstock. Hér fyrir ofan má sjá The Vintage Caravan flytja lagið Black Swan á tónleikum fyrr í mánuðinum. Hljómsveitin kemur fram á laugardagskvöldinu á Bestu útihátíðinni. Fylgist með The Vintage Caravan á Facebook. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Fleiri fréttir Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira