Körfubolti

Emil Þór farinn frá Snæfelli yfir í KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Þór Jóhannsson, til hægri, mun leysa af Brynjar Þór Björnsson í KR-liðinu.
Emil Þór Jóhannsson, til hægri, mun leysa af Brynjar Þór Björnsson í KR-liðinu. Mynd/Vilhelm
Emil Þór Jóhannsson hefur ákveðið að ganga til liðs við Íslandsmeistara KR í körfuboltanum en hann skrifar undir við Vesturbæjarfélagið nú í hádeginu samkvæmt áræðanlegum heimildum Vísis. Emil er fyrsti íslenski leikmaðurinn sem gengur í raðir KR-inga sem hafa misst tvo lykilmenn frá því á síðasta tímabili.

Emil er uppalinn Fjölnismaður en hefur spilað með Snæfelli undanfarin tvö tímabil. Hann var með 7,7 stig á 20,5 mínútum á síðasta tímabili og 7,9 stig á 21,1 mínútu á tímabilinu á undan.

Emil hefur verið byrjunarliðsmaður hjá Snæfellingum undanfarin tvö tímabil þar á meðal þegar liðið vann tvöfalt tímabilið 2009-2010.

KR-ingar hafa misst bæði þá Pavel Ermolinskij og Brynjar Þór Björnsson sem eru farnir út í atvinnumennsku til Svíþjóðar en Emil mun væntanlega hjálpa til að leysa af Brynjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×