Vladimir Klitschko eldri, faðir hnefaleikakappanna Vitali Klitschko og Wladimir Klitschko, lést á dögunum aðeins 64 ára, en hann hafði staðið í harðri baráttu við krabbamein undanfarinn ár.
Klitschko eldri var einn af þeim sem stóð að hreinsun eftir kjarnorkuslysið í Tsjernobyl en talið er að hann hafi fengið meinið sökum þess.
Bræðurnir voru báðir viðstaddir þegar faðir þeirra lést, en Wladimir Klitschko var nýbúinn að verja heimsmeistaratitilinn í þungavigt gegn David Haye.
