Helga tryggði Stjörnunni sigur á Val og fimm stiga forskot á toppnum Kolbeinn Tumi Daðason á Stjörnuvelli skrifar 4. ágúst 2011 18:15 Mynd/Stefán Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum. Laufey Ólafsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks sem Valskonur stjórnuðu frá upphafi til enda. Liðið fékk fjölmörg færri til að bæta við mörkum og Stjörnukonur heppnar að vera aðeins marki undir í hálfleik. Í síðari hálfleiknum hélt Valur uppteknum hætti. Gestirnir voru ágengir upp við mark Stjörnunnar en tókst ekki að nýta færin. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti frábært skot af 30 metra færi í slánna en annars höfðu Valskonur tök á leiknum. Vendipunkturinn var á 64. mínútu. Þá sparkaði Caitlin Miskel leikmaður í Vals af ásetningi í Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur þar sem þær lágu á vellinum. Rautt spjald og Stjarnan manni fleiri. Aðeins tveimur mínútum síðar var brotið á varamanninum Helgu Franklínsdóttur og vítaspyrna dæmd. Ásgerður Stefanía skoraði af öryggi úr spyrnunni. Sendi boltann neðst í vinstra hornið og McCray átti ekki möguleika þrátt fyrir að fara í rétt horn. Leikurinn var nokkuð jafn það sem eftir lifði og allt stefndi í jafntefli. Á þriðju mínútu í viðbótartíma sendi Írunn Þorbjörg Aradóttir frábæra sendingu á fjærstöng. Þangað var Helga Franklínsdóttir mætt og skoraði sigurmark Stjörnunnar með skalla. Ótrúlegur sigur heimakvenna sem nýttu færi sín í leiknum. Stjörnukonur eru með pálmann í höndunum með fimm stiga forskot þegar sex umferðir eru óleiknar. Þær litu út eins og utandeildarlið í fyrri hálfleik en komust inn í leikinn í síðari hálfleik og nýttu færin sín og liðsmuninn. Íslandsmeistarar Vals verða að treysta á greiða frá öðrum liðum til þess að liðið nái markmiðum sínum. Valsarar hafa ekki farið leynt með áform sín um að ætla að vinna báða titlana en sá draumur virðist fjarlægur eftir úrslit kvöldsins. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira
Stjarnan vann 2-1 sigur á Val í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Stjörnuvelli í kvöld. Valur hafði mikla yfirburði í leiknum og var marki yfir fram undir miðjan síðari hálfleik en óskynsemi Caitlin Miskel kostaði Vals sigurinn. Helga Franklínsdóttir kom inn á sem varamaður hjá Stjörnunni, fiskaði fyrst víti og skoraði síðan sigurmarkið í uppbótartíma. Stjarnan er þar með fimm stiga forskot á Val á toppnum. Laufey Ólafsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks sem Valskonur stjórnuðu frá upphafi til enda. Liðið fékk fjölmörg færri til að bæta við mörkum og Stjörnukonur heppnar að vera aðeins marki undir í hálfleik. Í síðari hálfleiknum hélt Valur uppteknum hætti. Gestirnir voru ágengir upp við mark Stjörnunnar en tókst ekki að nýta færin. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir átti frábært skot af 30 metra færi í slánna en annars höfðu Valskonur tök á leiknum. Vendipunkturinn var á 64. mínútu. Þá sparkaði Caitlin Miskel leikmaður í Vals af ásetningi í Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur þar sem þær lágu á vellinum. Rautt spjald og Stjarnan manni fleiri. Aðeins tveimur mínútum síðar var brotið á varamanninum Helgu Franklínsdóttur og vítaspyrna dæmd. Ásgerður Stefanía skoraði af öryggi úr spyrnunni. Sendi boltann neðst í vinstra hornið og McCray átti ekki möguleika þrátt fyrir að fara í rétt horn. Leikurinn var nokkuð jafn það sem eftir lifði og allt stefndi í jafntefli. Á þriðju mínútu í viðbótartíma sendi Írunn Þorbjörg Aradóttir frábæra sendingu á fjærstöng. Þangað var Helga Franklínsdóttir mætt og skoraði sigurmark Stjörnunnar með skalla. Ótrúlegur sigur heimakvenna sem nýttu færi sín í leiknum. Stjörnukonur eru með pálmann í höndunum með fimm stiga forskot þegar sex umferðir eru óleiknar. Þær litu út eins og utandeildarlið í fyrri hálfleik en komust inn í leikinn í síðari hálfleik og nýttu færin sín og liðsmuninn. Íslandsmeistarar Vals verða að treysta á greiða frá öðrum liðum til þess að liðið nái markmiðum sínum. Valsarar hafa ekki farið leynt með áform sín um að ætla að vinna báða titlana en sá draumur virðist fjarlægur eftir úrslit kvöldsins.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Fleiri fréttir „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Sjá meira