Handbolti

Guif lagði Hauka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Freyr Brynjarsson, leikmaður Hauka.
Freyr Brynjarsson, leikmaður Hauka. Mynd/Stefán
Tveir leikir fóru fram á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta í dag. Sænska liðið Guif, sem Kristján Andrésson þjálfari, vann þriggja marka sigur á Haukum, 24-21. Þá vann FH góðan sigur á Val, 25-20, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik.

Haukur Andrésson, bróðir Kristjáns, leikur með Guif en náði ekki að komast á blað í dag. Markahæstur hjá Haukum var Stefán Rafn Sigurmannsson með sjö mörk en Freyr Brynjarsson skoraði fjögur.

Valur hafði 14-13 forystu í hálfleik gegn Íslandsmeisturum FH sem tóku leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik. Ólafur Gústafsson skoraði fjögur mörk fyrir FH en Sturla Ásgeirsson sjö fyrir Val. Anton Rúnarsson kom næstur með sex.

Sigurður Örn Arnarson fann sig vel í marki FH og varði 21 bolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×