Fótbolti

ÍR hafði betur í fallslaginum í Breiðholtinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Skagamaðurinn Stefán Þór Þórðarson í leiknum gegn Haukum í kvöld.
Skagamaðurinn Stefán Þór Þórðarson í leiknum gegn Haukum í kvöld. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson
ÍR vann mikilvægan sigur á grönnum sínum í Leikni í efra Breiðholtinu í kvöld, 2-1. Þar með er ljóst að staða Leiknismanna í fallslagnum er verulega slæm.

ÍR komst upp í nítján stig með sigrinum en Leiknir situr eftir í næstneðsta sætinu með þrettán stig. HK er svo neðst með sex stig.

Fjórar umferðir eru eftir og Leiknir nú sex stigum frá öruggu sæti.

Haukur Ólafsson og Halldór Arnarsson komu ÍR í 2-0 í fyrri hálfleik en Vigfús Arnar Jósepsson minnkaði muninn fyrir heimamenn um miðbik síðari hálfleiks.

Víkingur frá Ólafsvík vann góðan 4-0 útisigur á Þrótti í kvöld en topplið ÍA, sem tryggði sér sæti í efstu deild í síðustu umferð, tapaði fyrir Haukum á útivelli, 2-0.

Úrslit og markaskorarar:

KA - Selfoss 1-2

0-1 Arilíus Marteinsson

0-2 Viðar Kjartansson

1-2 Davíð Rúnar Bjarnason

Þróttur - Víkingur Ó. 0-4

0-1 Guðmundur Steinn Hafsteinsson (17.)

0-2 Artjoms Goncars (19.)

0-3 Þorsteinn Már Ragnarsson (83.)

0-4 Artjoms Goncars (90.)

Leiknir - ÍR 1-2

0-1 Haukur Ólafsson (15.)

0-2 Halldór Arnarsson (42.)

1-2 Vigfús ARnar Jósepsson (63.)

ÍA - Haukar 0-2

0-1 Alieu Jagne (75.)

0-2 Hilmar Rafn Emilsson (82.)

Upplýsingar að hluta frá Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×