Handbolti

Patrekur að taka við austurríska landsliðinu - munnlegur samningur í höfn

Hans Steinar Bjarnason skrifar
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. Mynd/Anton
Patrekur Jóhannesson er nú undir smásjá austurríska handboltasambandsins með það fyrir augum að hann taki við austurríska landsliðinu og geri tveggja ára samning. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma en samkvæmt heimildum fréttastofu mun hafa verið gengið frá málinu munnlega en Patrekur á þó eftir að skrifa undir samninginn.

Gert er ráð fyrir að Patrekur skrifi undir í næstu viku, hugsanlega á mánudaginn. Patrekur þjálfaði Emstedten í þýsku annarri deildinni á síðasta tímabili en taki hann að sér þjálfun austurríska landsliðsins þá getur hann gert það í hlutastarfi með búsetu á Íslandi.

Austurríkismenn hafa góða reynslu af íslensku landsliðsþjálfara því Dagur Sigurðsson gerði frábæra hluti með landslið þeirra á árunum 2008-2010. Það gekk hinsvegar ekki eins vel hjá Svíanum Magnus Andersson sem tók við af Degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×