Fótbolti

Ólína Guðbjörg skoraði í 4-0 sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólína Guðbjörg á æfingu með íslenska landsliðinu.
Ólína Guðbjörg á æfingu með íslenska landsliðinu. Mynd/Valli
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir skoraði eitt marka Örebro í 4-0 sigri á Djurgården í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Ólína kom Örebro í 2-0 með marki á 59. mínútu leiksins en hún lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar eins og venjulega. Edda Garðarsdóttir var þó ekki með Örebo í dag.

Dóra María Lárusdóttir, Katrín Jónsdóttir og Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður voru allir í byrjunarliði Djurgården en Dóra María var tekin af vellii á 64. mínútu.

Örebro komst með sigrinum upp í fjórða sæti deildarinnar en liðið er nú með 29 stig. Djurgården situr eftir í áttunda sæti með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×