Fótbolti

Gomez með þrennu þrátt fyrir að misnota vítaspyrnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Gomez fagnar í dag.
Mario Gomez fagnar í dag. Nordic Photos / Getty Images
Mario Gomez skoraði öll þrjú mörk Bayern München sem vann 3-0 útisigur á Kaiserslautern. Gomez misnotaði einnig vítaspyrnu í leiknum.

Bayern er á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með níu stig af tólf mögulegum, rétt eins og Werder Bremen sem vann 2-1 sigur á Hoffenheim í dag.

Gylfi Þór Sigurðsson var ekki í leikmannahópi Hoffenheim í dag en hann á við hnémeiðsli að stríða. Miðað við að hann spilaði ekki í dag verður að teljast ólíklegt að hann verði með íslenska landsliðinu gegn Noregi á föstudaginn kemur.

Ekkert gengur hjá Wolfsburg sem tapaði í dag sínum þriðja leik í röð í deildinni, nú fyrir Freiburg, 3-0.

Köln vann Hamburg, 4-3, í miklum markaleik en hér fyrir neðan má sjá úrslit leikja dagsins. Það má smella á leikina til að fá nánari upplýsingar um þá.

Úrslit dagsins:

Kaiserslautern - Bayern 0-3

Freiburg - Wolfsburg 3-0

Hamburg - Köln 3-3

Hoffenheim - Bremen 1-2

Nürnberg - Augsburg 1-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×