Emmsjé Gauti mætir í Vasadiskó Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. ágúst 2011 11:15 Einn vinsælasti rappari landsins um þessar myndir, Emmsjé Gauti (eða Gauti Þeyr Másson), verður næsti gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó. Hann hefur verið töluvert áberandi upp á síðkastið eða allt frá því að hann gaf út frumraun sína, afbragðsskífuna Bara ég, í upphafi sumars. Gauti er þekktur fyrir að kalla ekki allt ömmu sína og er iðulega fyrirferðamikill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þykir svo kraftmikill á sviði að þeir á Iceland Airwaves síðunni hika ekki við að kalla hann "messías" hip-hopsins. Hann á a.m.k. ekki við því að svara vinabeiðnum á Facebook - og hefur neyðst til þess að stofna nýjar síður innan tengslanetsins þar sem vinalistarnir hans hafa fyllst. Maðurinn er á blússand uppsveiflu - svo mikið er víst. Gauti mætir í liðinn Selebb shuffle, þar sem þekktir einstaklingar koma með mp3 spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Opinbera þannig sinn persónulega tónlistarsmekk og gefa hlustendum innsýn að persónu þeirra. Á hvað hlustar Emmsjé Gauti í einrúmi? Setið Vasadiskó-ið í eyrun á sunnudag til þess að komast að því. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudögum kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Fylgist með Emmsjé Gauta á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Einn vinsælasti rappari landsins um þessar myndir, Emmsjé Gauti (eða Gauti Þeyr Másson), verður næsti gestur útvarpsþáttarins Vasadiskó. Hann hefur verið töluvert áberandi upp á síðkastið eða allt frá því að hann gaf út frumraun sína, afbragðsskífuna Bara ég, í upphafi sumars. Gauti er þekktur fyrir að kalla ekki allt ömmu sína og er iðulega fyrirferðamikill í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur. Þykir svo kraftmikill á sviði að þeir á Iceland Airwaves síðunni hika ekki við að kalla hann "messías" hip-hopsins. Hann á a.m.k. ekki við því að svara vinabeiðnum á Facebook - og hefur neyðst til þess að stofna nýjar síður innan tengslanetsins þar sem vinalistarnir hans hafa fyllst. Maðurinn er á blússand uppsveiflu - svo mikið er víst. Gauti mætir í liðinn Selebb shuffle, þar sem þekktir einstaklingar koma með mp3 spilarana sína, stinga í samband og setja á shuffle. Opinbera þannig sinn persónulega tónlistarsmekk og gefa hlustendum innsýn að persónu þeirra. Á hvað hlustar Emmsjé Gauti í einrúmi? Setið Vasadiskó-ið í eyrun á sunnudag til þess að komast að því. Vasadiskó er á dagskrá X-sins 977 á sunnudögum kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Fylgist með Emmsjé Gauta á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“