Handbolti

AG Kaupmannahöfn vann fyrsta titil tímabilsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Stefánsson gat ekki leikið með AG í kvöld vegna meiðsla.
Ólafur Stefánsson gat ekki leikið með AG í kvöld vegna meiðsla. Mynd/Pjetur
AG Kaupmannahöfn lagði Århus GF í viðureign dönsku meistaranna og bikarmeistaranna í Bröndby í kvöld. Lokatölurnar voru 30-27 Íslendingaliðinu í vil en liðið leiddi í hálfleik 16-10.

Mikkel Hansen var markahæstur í liði AG með átta mörk og kjörinn maður leiksins. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur Íslendinganna með sex mörk en Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fjögur.

Ólafur Stefánsson og Arnór Atlason léku ekki með AG vegna meiðsla.

Þetta er í fyrsta skipti sem leikið er um bikarinn í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×