Handbolti

Dzomba leggur skóna á hilluna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Dzomba hættur í handknattleik.
Dzomba hættur í handknattleik. Mynd. Getty Images
Handknattleiksmaðurinn, Mirza Dzomba, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, en hann hefur verið einn allra besti hornamaður í heiminum undanfarinn ár.

Þessi 34 ára handknattleiksmaður hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum en til að mynda varð hann mörgum sinum meistari í króatísku deildinni auk þess sem hann vann spænsku deildina einu sinni með Ciudad Real og Meistaradeild Evrópu einu sinni.

Með króatíska landsliðinu varð hann heimsmeistari og vann ólympíugull. Hann lék með pólska liðinu Kielce á síðustu leiktíð en Íslendingurinn Þórir Ólafsson gekk í raðir félagsins í sumar og á án efa að leysa Dzomba af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×