Fótbolti

Hopp þurfti að opna veskið til að bjarga Hoffenheim í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dietmar Hopp, eigandi Hoffenheim.
Dietmar Hopp, eigandi Hoffenheim. Nordic Photos / Getty Images
Viðskiptajöfurinn Dietmar Hopp, sem á 98 prósenta hlut í þýska úrvalsdeildarfélaginu Hoffenheim, þurfti að reiða fram 29,5 milljónir evra í sumar svo að lið félagsins fengi keppnisleyfi í deildinni í vetur.

Hoffenheim hafði tilkynnt tap á rekstri félagsins árið 2010 upp á 31 milljón evra og þurfti Hopp að stíga inn og rétta af bókhald félagsins.

„Herra Hopp á 98 prósent í félaginu og ber því ábyrgð á 98 prósentum tapsins,“ sagði Frank Briel, einn forráðamanna Hoffenheim. „Tapið kom til vegna ákvarðanna þeirra sem báru ábyrgð á rekstri félagsins á sínum tíma.“

Gylfi Þór Sigurðsson er á mála hjá Hoffenheim en hann var keyptur til félagsins fyrir um fimm milljónir evra fyrir rúmu ári síðan. Hann var markahæsti leikmaður félagsins á síðustu leiktíð en hefur verið frá vegna meiðsla síðan á undirbúningstímabilinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×