Handbolti

Guðjón Valur fór hamförum fyrir AG Köbenhavn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Valur með íslenska landsliðinu.
Guðjón Valur með íslenska landsliðinu.
Guðjón Valur Sigurðsson var sjóðandi heitur í danska handboltanum í gær en lið hans AG Köbenhavn bar sigur úr býtum gegn Ringsted, 40-27, í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar.

Guðjón Valur gerði sér lítið fyrir og skoraði 12 mörk í leiknum. Þessi magnaði hornamaður gekk til liðs við AG Köbenhavn fyrir leiktíðina, en leikmaðurinn hefur leikið með þýska liðinu Rhein-Neckar Löwen undanfarinn ár.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 6 mörk fyrir AG Köbenhavn í leiknum.

Ólafur Stefánsson gekk einnig í raðir til AG Köbenhavn fyrir tímabilið en fyrir voru þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason hjá félaginu.

Snorri Steinn lék með liðinu í gær en Ólafur og Arnór eiga við smávægileg meiðsli að stríða og tóku því ekki þátt í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×