Handbolti

Íslendingar markahæstir í öllum deildarleikjum AG til þessa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Ole Nielsen
Íslensku landsliðsmennirnir í danska liðinu AG frá Kaupmannahöfn hafa verið áberandi í fyrstu leikjum nýs tímabils í dönsku úrvalsdeildinni. AG er búið að vinna þrjá fyrstu leiki sína með níu mörkum að meðaltali í leik og íslensku leikmennirnir hafa skorað 16,7 mörk að meðaltali í þessum þremur leikjum.

Snorri Steinn Guðjónsson hefur byrjað tímabilið frábærlega og var markahæstur í tveimur fyrstu deildarleikjunum þar af skoraði hann ellefu mörk í 37-29 útisigri á Århus Håndbold. Snorri Steinn hefur alls skorað 23 mörk í þessum þremur leikjum eða 7,7 að meðaltali í leik.

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur í sigrinum á Viborg HK á dögunum en hann hefur skorað 6 mörk eða fleiri í öllum þremur leikjunum. Arnór Atlason skoraði fimm mörk á móti Viborg HK en hann hefur hækkað markaskor sitt í hverjum leik.

Markahæstu leikmenn í þremur fyrstu deildarleikjum AG:

AG Kaupmannahöfn - Viborg HK 36-25 (18-7)

Guðjón Valur Sigurðsson 7

Arnór Atlason 5

Snorri Steinn Guðjónsson 5

Cristian Malmagro 3

Kasper Ottesen 3

Nicklas Ekberg 3

Íslensk mörk: 17

Århus Håndbold-AG Kaupmannahöfn 29-37 (19-15)

Snorri Steinn Guðjónsson 11

Guðjón Valur Sigurðsson 6

René Toft Hansen 5

Henrik Toft Hansen 5

(Arnór Atlason 3)

Íslensk mörk: 20

AG Kaupmannahöfn - Skjern Håndbold 28-20 (11-11)

Snorri Steinn Guðjónsson  7

Guðjón Valur Sigurðsson 6

Mikkel Hansen 4

Íslensk mörk: 13




Fleiri fréttir

Sjá meira


×