"Botnleðja mun snúa aftur!" Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. september 2011 21:34 Botnleðja þegar hún var upp á sitt besta. "Botnleðja mun spila saman aftur - og það eflaust á næsta ári," upplýsti Haraldur Freyr Gíslason, trommuleikari sveitarinnar, í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudaginn. "Spurningin er bara hvernig það verður." Haraldur uppljóstraði einnig að minnstu hefði munað að Botnleðja hefði komið fram á tónleikum í síðasta mánuði þegar blásið var í styrktartónleika fyrir sveitafélögin er átti að styðja undir bakið á þeim ef af verkfalli leikskólakennara yrði. Menn hefðu verið til í slaginn en svo hefði einfaldlega ekki gefist tími til þess að æfa. "Ég krefst þess líka af hinum að við séum allir búnir að æfa vel - það er að segja í sitthvoru lagi - áður en við hittumst. Þannig að við séum ekki að eyða tímanum í að rifja upp lögin hver í sínu horni á æfingunum sjálfum," sagði Halli. Halli sagðist lofa því að innan skamms yrðu haldnir Botnleðju tónleikar til þess að svala nostalgíuþörfum aðdáenda og vildi heldur ekki skjóta það af borðinu að sveitin myndi ef til vill vinna aðra plötu í framtíðinni. Halli og Heiðar söngvari Botnleðju hafa unnið náið saman í Pollapönkinu síðastliðin ár en Ragnar bassaleikari hefur minna látið af sér kveða. Halli segist þó halda góðu sambandi við hann þó að þeir hittist ekki eins oft og hann og Heiðar. Af Pollapönk er það að frétta að ný plata er að verða tilbúin auk þess sem búið sé að semja handrit fyrir leikrit þar sem söguþráðurinn var unninn upp frá textum laga sveitarinnar. Ekkert er þó niðurnelgt um hvenær sú sýning kemst á fjalirnar. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
"Botnleðja mun spila saman aftur - og það eflaust á næsta ári," upplýsti Haraldur Freyr Gíslason, trommuleikari sveitarinnar, í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudaginn. "Spurningin er bara hvernig það verður." Haraldur uppljóstraði einnig að minnstu hefði munað að Botnleðja hefði komið fram á tónleikum í síðasta mánuði þegar blásið var í styrktartónleika fyrir sveitafélögin er átti að styðja undir bakið á þeim ef af verkfalli leikskólakennara yrði. Menn hefðu verið til í slaginn en svo hefði einfaldlega ekki gefist tími til þess að æfa. "Ég krefst þess líka af hinum að við séum allir búnir að æfa vel - það er að segja í sitthvoru lagi - áður en við hittumst. Þannig að við séum ekki að eyða tímanum í að rifja upp lögin hver í sínu horni á æfingunum sjálfum," sagði Halli. Halli sagðist lofa því að innan skamms yrðu haldnir Botnleðju tónleikar til þess að svala nostalgíuþörfum aðdáenda og vildi heldur ekki skjóta það af borðinu að sveitin myndi ef til vill vinna aðra plötu í framtíðinni. Halli og Heiðar söngvari Botnleðju hafa unnið náið saman í Pollapönkinu síðastliðin ár en Ragnar bassaleikari hefur minna látið af sér kveða. Halli segist þó halda góðu sambandi við hann þó að þeir hittist ekki eins oft og hann og Heiðar. Af Pollapönk er það að frétta að ný plata er að verða tilbúin auk þess sem búið sé að semja handrit fyrir leikrit þar sem söguþráðurinn var unninn upp frá textum laga sveitarinnar. Ekkert er þó niðurnelgt um hvenær sú sýning kemst á fjalirnar. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira