"Botnleðja mun snúa aftur!" Birgir Örn Steinarsson skrifar 12. september 2011 21:34 Botnleðja þegar hún var upp á sitt besta. "Botnleðja mun spila saman aftur - og það eflaust á næsta ári," upplýsti Haraldur Freyr Gíslason, trommuleikari sveitarinnar, í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudaginn. "Spurningin er bara hvernig það verður." Haraldur uppljóstraði einnig að minnstu hefði munað að Botnleðja hefði komið fram á tónleikum í síðasta mánuði þegar blásið var í styrktartónleika fyrir sveitafélögin er átti að styðja undir bakið á þeim ef af verkfalli leikskólakennara yrði. Menn hefðu verið til í slaginn en svo hefði einfaldlega ekki gefist tími til þess að æfa. "Ég krefst þess líka af hinum að við séum allir búnir að æfa vel - það er að segja í sitthvoru lagi - áður en við hittumst. Þannig að við séum ekki að eyða tímanum í að rifja upp lögin hver í sínu horni á æfingunum sjálfum," sagði Halli. Halli sagðist lofa því að innan skamms yrðu haldnir Botnleðju tónleikar til þess að svala nostalgíuþörfum aðdáenda og vildi heldur ekki skjóta það af borðinu að sveitin myndi ef til vill vinna aðra plötu í framtíðinni. Halli og Heiðar söngvari Botnleðju hafa unnið náið saman í Pollapönkinu síðastliðin ár en Ragnar bassaleikari hefur minna látið af sér kveða. Halli segist þó halda góðu sambandi við hann þó að þeir hittist ekki eins oft og hann og Heiðar. Af Pollapönk er það að frétta að ný plata er að verða tilbúin auk þess sem búið sé að semja handrit fyrir leikrit þar sem söguþráðurinn var unninn upp frá textum laga sveitarinnar. Ekkert er þó niðurnelgt um hvenær sú sýning kemst á fjalirnar. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
"Botnleðja mun spila saman aftur - og það eflaust á næsta ári," upplýsti Haraldur Freyr Gíslason, trommuleikari sveitarinnar, í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudaginn. "Spurningin er bara hvernig það verður." Haraldur uppljóstraði einnig að minnstu hefði munað að Botnleðja hefði komið fram á tónleikum í síðasta mánuði þegar blásið var í styrktartónleika fyrir sveitafélögin er átti að styðja undir bakið á þeim ef af verkfalli leikskólakennara yrði. Menn hefðu verið til í slaginn en svo hefði einfaldlega ekki gefist tími til þess að æfa. "Ég krefst þess líka af hinum að við séum allir búnir að æfa vel - það er að segja í sitthvoru lagi - áður en við hittumst. Þannig að við séum ekki að eyða tímanum í að rifja upp lögin hver í sínu horni á æfingunum sjálfum," sagði Halli. Halli sagðist lofa því að innan skamms yrðu haldnir Botnleðju tónleikar til þess að svala nostalgíuþörfum aðdáenda og vildi heldur ekki skjóta það af borðinu að sveitin myndi ef til vill vinna aðra plötu í framtíðinni. Halli og Heiðar söngvari Botnleðju hafa unnið náið saman í Pollapönkinu síðastliðin ár en Ragnar bassaleikari hefur minna látið af sér kveða. Halli segist þó halda góðu sambandi við hann þó að þeir hittist ekki eins oft og hann og Heiðar. Af Pollapönk er það að frétta að ný plata er að verða tilbúin auk þess sem búið sé að semja handrit fyrir leikrit þar sem söguþráðurinn var unninn upp frá textum laga sveitarinnar. Ekkert er þó niðurnelgt um hvenær sú sýning kemst á fjalirnar. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Lífið Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Fleiri fréttir Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“