Úrslit kvöldsins í N1-deild karla - FH, Valur og HK unnu 29. september 2011 18:40 Mynd/Valli Þrír leikir fóru fram í N1-deild karla í kvöld. FH vann góðan sigur á Akureyri en Valur og HK unnu þar að auki nokkuð þægilega sigra á nýliðum deildarinnar. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér fyrir neðan. Umfjöllun um leikina þrjá og viðtöl eru svo væntanleg á Vísi síðar í kvöld. Leikir kvöldsins:Akureyri - FH 20-24 (12-11)HK - Grótta 25-22 (11-9)Valur - Afturelding 25-20 (11-12)Bein textalýsing: Leik lokið: Valur - Afturelding 25-20Öruggur sigur Vals á nýliðum Aftureldingar. Leik lokið: HK-Grótta 25-22Frekar öruggur sigur HK í lítt skemmtilegum handboltaleik. 59. mín Valur - Afturelding 24-19Þessi leikur er búinn og leikmenn Aftureldingar vita af því. 55. mín Valur - Afturelding 23-17Valsmenn eru að klára þennan leik með hröðum sóknum og fínni vörn. 56. mín: HK-Grótta 24-19HK er að klára þennan leik. 51. mín Valur - Afturelding 21-17Sverrir Hermannsson, leikmaður UMFA, hefur átt heldur erfiðan dag en hann hefur aðeins skorað eitt mark úr tíu skotum. Hlynur Mothens er með hann í vasanum. 51. mín: HK-Grótta 22-18Grótta reynir að sprikla á lokamínútunum. Er það nóg? 44. mín Valur - Afturelding 19-16Valsmenn komnir með þriggja marka forystu sem er sú mesta í leiknum. 45. mín: HK-Grótta 20-15HK er smám saman að taka þennan leik í sínar hendur. Fjarar undan leik Gróttumanna. Samt enn tími til að rífa sig upp aftur. 41. mín Valur - Afturelding 17-15Hlynur Morthens er að reynast gestunum virkilega erfiður en hann hefur tekið 14 skot. Leik lokið: Akureyri - FH 20-24Eftir fyrstu 10 mínúturnar tók FH öll völd á vellinum. Það var einfaldlega betra. Það spilaði fína sókn og vörnin ágæt fyrir framan Daníel. 38. mín: HK-Grótta 16-13HK að byrja síðari hálfleikinn betur. Markverðirnir ekki eins sprækir og í fyrri hálfleik. 33. mín Valur - Afturelding 14-12Valsmenn skora þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og eru komnir yfir. 53. mín: Akureyri - FH 17-21Daníel að verja frábærlega og FH að bæta við. Stefnir allt í sigur FH. 31. mín: Valur - Afturelding 11-12 Síðari hálfleikur er hafinn.31. mín: HK-Grótta 11-9 Síðari hálfleikur er hafinn. Grótta sækir að minni klukkunni.46. mín: Akureyri - FH 15-19 FH búið að spila frábærlega, sérstaklega Daníel. Sveinbjörn farinn úr marki Akureyrar.Hálfleikur: Valur - Afturelding 11-12 Afturelding hefur haft ákveðið frumkvæði í fyrri hálfleiknum og hafa eins marks forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiksHálfleikur: HK-Grótta 11-9 Ólseigir Gróttumenn enn inn í leiknum. Það geta þeir að mestu þakkað markverði sínum Lárusi Ólafssyni sem hefur farið hamförum og varið 14 skot. HK-ingar sjálfum sér verstir. Markvörður þeirra, Arnór Freyr Stefánsson, einnig varið vel eða 11 skot.43. mín: Akureyri - FH: 15-17 FH kemst tveimur mörkum yfir. Hörður Fannar meiddist illa og Guðlaugur, Öxlin, spilar nú í sókn Akureyrar.26. mín: Valur - Afturelding 9-10 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tekur leikhlé en honum líkar ekki vel við spilamennsku sinna manna.25. mín: HK-Grótta 10-8 Gróttumenn tóku upp á því að láta reka sig af velli í gríð og erg. Stundum fyrir heimskupör. Fáliðaðir Seltirningar stóðust álagið ágætlega.39. mín: Akureyri - FH 14-15 Heimamenn eru mjög ósáttir með annan dómara leiksins, Arnar Sigurjónsson, sem á greinilega enn margt eftir ólært. Anton Gylfi Pálsson er hinsvegar með allt á hreinu, en allt kemur fyrir ekki. FH enn með yfirhöndina.23. mín Valur - Afturelding 7-8 Fínn kafli hjá gestunum en Hilmar Stefánsson er að leika virkilega vel fyrir Aftureldingu.20.mín Valur - Afturelding 6-6 Liðin eru bæði að gera mikið af mistökum en það hefur einkennt þennan fyrri hálfleik.19. mín: HK-Grótta 7-6 Gróttumenn hafa heldur betur girt sig í brók. Hafa lokað vörninni og skotin farin að rata á markið. Sóknarleikur HK hefur með það sama dottið í ruglið og Erlingur tekur leikhlé.34. mín: Akureyri - FH 13-14 FH byrjar á því að komast yfir. Akureyri misst boltann þrisvar klaufalega.16. mín: Valur - Afturelding 5-5 Hlynur Morthens hefur varið sex skot en leikmenn Aftureldingar eru að skjóta virkilega illa á markmanninn.31. mín: Akureyri - FH 12-11 Síðari hálfleikur er hafinn.13. mín: Valur - Afturelding 5-4 Valsmenn allir að koma til og sóknarleikur þeirra gengur mikið mun betur.14. mín: HK-Grótta 7-4 Grótta aðeins að finna taktinn og Lárus Ólafsson að verja frábærlega. Kominn með 8 varin skot. Bjarki Már Elísson skoraði fyndnasta mark ársins áðan. Stal boltanum og skaut í tómt markið þar sem Lárus markvörður var á spjalli á bekknum. Skot Bjarka fór í gólfíð og slána. Hann tók frákastið og skoraði. Hressandi.9. mín: Valur - Afturelding 1-3 Valsmenn hafa ekki skorað í átta mínútur9. mín: HK-Grótta 5-1 Guðfinni þjálfara Gróttu nóg boðið og tekur leikhlé. Sóknarleikur Gróttu í molum í upphafi. Guðfinnur bendir einum leikmanna sinna á að hann sé skytta en ekki hornamaður. Nauðsynlegt að hafa þetta á hreinu.Hálfleikur: Akureyri - FH 12-11 FH gerði vel í að jafna leikinn eftir að hafa lent 5-0 undir. Spennandi seinni hálfleikur framundan. 6. mín: HK-Grótta 4-1 Atli Ævar Ingólfsson, línumaður HK, að fara mikinn og skora þrjú mörk. Markverðir liðanna báðir varið vel í upphafi.6. mín: Valur - Afturelding 1-2 Gestirnir skora tvö mörk í röð.4. mín: Valur - Afturelding 1-0 Hæg byrjun á leiknum og aðeins eitt mark komið.3. mín: HK - Grótta 2-1HK byrjar leikinn betur. 19.30 HK - GróttaLeikurinn er hafinn. 19.30 Valur - AftureldingLeikurinn er hafinn og Sigufús Sigurðsson hefur leikinn í miðri vörn Vals. 25. mín: Akureyri - FH 10-9 Jafnræði með liðunum, Örn Ingi að koma sterkur inn hjá FH. 20. mín: Akureyri - FH 8-6 Loksins skoraði Andri Berg, en Baldvin hefur skorað fimm mörk fyrir FH. Daníel er byrjaður að verja í FH-markinu. 19.24 Valur - AftureldingValsarinn Sigfús Sigurðsson hitaði upp eins og enginn væri morgundagurinn og virkar nokkuð léttur á sér. Liðin eru farinn inn til búningsherbergja þar sem lokaræða þjálfaranna fer líklega fram. Valur gerði jafntefli við Gróttu í fyrstu umferðinni sem kom nokkuð á óvart en Afturelding tapaði þá fyrir Akureyri með ellefu marka mun. 17. mín: Akureyri - FH 6-4 Akureyri skoraði loks eftir 8 mínútur án þess að skora. Sveinbjörn var að verja sitt annað víti í dag. 13. mín: Akureyri - FH 5-3 FH hefur skorað þrjú mörk í röð. 19.12 HK - GróttaÞað er rólegt í Digranesi þegar 20 mínútur eru í leik. Grótta kom gríðarlega á óvart í fyrstu umferð er liðið náði jafntefli gegn Val en einhverjir spáðu því að Grótta myndi ekki fá stig í vetur. HK, sem spáð var þriðja sæti, tapaði á heimavelli gegn Haukum og þarf á sigri að halda í kvöld. Vallarþulur gerir sitt besta til þess að ná þeim tíu sem mættir eru í hús í gang. Föstudagsslagarinn Kickstart My Heart með Mötley Crue á blastinu. Vel gert 9. mín: Akureyri - FH 5-1 Baldvin skorar loksins fyrir FH sem er nú einum fleiri. Sókn liðsins er léleg.7 mín: Akureyri - FH 5-0 Sveinbjörn í gríðarlegum ham, Hörður Fannar kominn með tvö í röð.5. mín: Akureyri - FH 3-0 Guðmundur Hólmar skorar tvö mörk og Sveinbjörn kominn með þrjú skot varin.2. mín: Akureyri - FH 1-0 Geir Guðmundsson stimplar sig inn eftir að Sveinbjörn varði vel áðan. FH fékk 2 mínútna brottvísun í fyrstu sókn.19.00: Akureyri - FH Leikurinn er hafinn fyrir norðan.18.45 Akureyri - FH: Heimir Örn Árnason hitar upp með liði Akureyrar. Hann verður frá í nokkrar vikur og mun því gera eins og Geir Guðmundsson gerði í fyrra þegar hann var meiddur, taka þátt í öllu nema leiknum sjálfum.31. mín: HK-Grótta 11-9 Síðari hálfleikur er hafinn. Grótta sækir að minni klukkunni Íslenski handboltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í N1-deild karla í kvöld. FH vann góðan sigur á Akureyri en Valur og HK unnu þar að auki nokkuð þægilega sigra á nýliðum deildarinnar. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér fyrir neðan. Umfjöllun um leikina þrjá og viðtöl eru svo væntanleg á Vísi síðar í kvöld. Leikir kvöldsins:Akureyri - FH 20-24 (12-11)HK - Grótta 25-22 (11-9)Valur - Afturelding 25-20 (11-12)Bein textalýsing: Leik lokið: Valur - Afturelding 25-20Öruggur sigur Vals á nýliðum Aftureldingar. Leik lokið: HK-Grótta 25-22Frekar öruggur sigur HK í lítt skemmtilegum handboltaleik. 59. mín Valur - Afturelding 24-19Þessi leikur er búinn og leikmenn Aftureldingar vita af því. 55. mín Valur - Afturelding 23-17Valsmenn eru að klára þennan leik með hröðum sóknum og fínni vörn. 56. mín: HK-Grótta 24-19HK er að klára þennan leik. 51. mín Valur - Afturelding 21-17Sverrir Hermannsson, leikmaður UMFA, hefur átt heldur erfiðan dag en hann hefur aðeins skorað eitt mark úr tíu skotum. Hlynur Mothens er með hann í vasanum. 51. mín: HK-Grótta 22-18Grótta reynir að sprikla á lokamínútunum. Er það nóg? 44. mín Valur - Afturelding 19-16Valsmenn komnir með þriggja marka forystu sem er sú mesta í leiknum. 45. mín: HK-Grótta 20-15HK er smám saman að taka þennan leik í sínar hendur. Fjarar undan leik Gróttumanna. Samt enn tími til að rífa sig upp aftur. 41. mín Valur - Afturelding 17-15Hlynur Morthens er að reynast gestunum virkilega erfiður en hann hefur tekið 14 skot. Leik lokið: Akureyri - FH 20-24Eftir fyrstu 10 mínúturnar tók FH öll völd á vellinum. Það var einfaldlega betra. Það spilaði fína sókn og vörnin ágæt fyrir framan Daníel. 38. mín: HK-Grótta 16-13HK að byrja síðari hálfleikinn betur. Markverðirnir ekki eins sprækir og í fyrri hálfleik. 33. mín Valur - Afturelding 14-12Valsmenn skora þrjú fyrstu mörk síðari hálfleiksins og eru komnir yfir. 53. mín: Akureyri - FH 17-21Daníel að verja frábærlega og FH að bæta við. Stefnir allt í sigur FH. 31. mín: Valur - Afturelding 11-12 Síðari hálfleikur er hafinn.31. mín: HK-Grótta 11-9 Síðari hálfleikur er hafinn. Grótta sækir að minni klukkunni.46. mín: Akureyri - FH 15-19 FH búið að spila frábærlega, sérstaklega Daníel. Sveinbjörn farinn úr marki Akureyrar.Hálfleikur: Valur - Afturelding 11-12 Afturelding hefur haft ákveðið frumkvæði í fyrri hálfleiknum og hafa eins marks forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiksHálfleikur: HK-Grótta 11-9 Ólseigir Gróttumenn enn inn í leiknum. Það geta þeir að mestu þakkað markverði sínum Lárusi Ólafssyni sem hefur farið hamförum og varið 14 skot. HK-ingar sjálfum sér verstir. Markvörður þeirra, Arnór Freyr Stefánsson, einnig varið vel eða 11 skot.43. mín: Akureyri - FH: 15-17 FH kemst tveimur mörkum yfir. Hörður Fannar meiddist illa og Guðlaugur, Öxlin, spilar nú í sókn Akureyrar.26. mín: Valur - Afturelding 9-10 Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, tekur leikhlé en honum líkar ekki vel við spilamennsku sinna manna.25. mín: HK-Grótta 10-8 Gróttumenn tóku upp á því að láta reka sig af velli í gríð og erg. Stundum fyrir heimskupör. Fáliðaðir Seltirningar stóðust álagið ágætlega.39. mín: Akureyri - FH 14-15 Heimamenn eru mjög ósáttir með annan dómara leiksins, Arnar Sigurjónsson, sem á greinilega enn margt eftir ólært. Anton Gylfi Pálsson er hinsvegar með allt á hreinu, en allt kemur fyrir ekki. FH enn með yfirhöndina.23. mín Valur - Afturelding 7-8 Fínn kafli hjá gestunum en Hilmar Stefánsson er að leika virkilega vel fyrir Aftureldingu.20.mín Valur - Afturelding 6-6 Liðin eru bæði að gera mikið af mistökum en það hefur einkennt þennan fyrri hálfleik.19. mín: HK-Grótta 7-6 Gróttumenn hafa heldur betur girt sig í brók. Hafa lokað vörninni og skotin farin að rata á markið. Sóknarleikur HK hefur með það sama dottið í ruglið og Erlingur tekur leikhlé.34. mín: Akureyri - FH 13-14 FH byrjar á því að komast yfir. Akureyri misst boltann þrisvar klaufalega.16. mín: Valur - Afturelding 5-5 Hlynur Morthens hefur varið sex skot en leikmenn Aftureldingar eru að skjóta virkilega illa á markmanninn.31. mín: Akureyri - FH 12-11 Síðari hálfleikur er hafinn.13. mín: Valur - Afturelding 5-4 Valsmenn allir að koma til og sóknarleikur þeirra gengur mikið mun betur.14. mín: HK-Grótta 7-4 Grótta aðeins að finna taktinn og Lárus Ólafsson að verja frábærlega. Kominn með 8 varin skot. Bjarki Már Elísson skoraði fyndnasta mark ársins áðan. Stal boltanum og skaut í tómt markið þar sem Lárus markvörður var á spjalli á bekknum. Skot Bjarka fór í gólfíð og slána. Hann tók frákastið og skoraði. Hressandi.9. mín: Valur - Afturelding 1-3 Valsmenn hafa ekki skorað í átta mínútur9. mín: HK-Grótta 5-1 Guðfinni þjálfara Gróttu nóg boðið og tekur leikhlé. Sóknarleikur Gróttu í molum í upphafi. Guðfinnur bendir einum leikmanna sinna á að hann sé skytta en ekki hornamaður. Nauðsynlegt að hafa þetta á hreinu.Hálfleikur: Akureyri - FH 12-11 FH gerði vel í að jafna leikinn eftir að hafa lent 5-0 undir. Spennandi seinni hálfleikur framundan. 6. mín: HK-Grótta 4-1 Atli Ævar Ingólfsson, línumaður HK, að fara mikinn og skora þrjú mörk. Markverðir liðanna báðir varið vel í upphafi.6. mín: Valur - Afturelding 1-2 Gestirnir skora tvö mörk í röð.4. mín: Valur - Afturelding 1-0 Hæg byrjun á leiknum og aðeins eitt mark komið.3. mín: HK - Grótta 2-1HK byrjar leikinn betur. 19.30 HK - GróttaLeikurinn er hafinn. 19.30 Valur - AftureldingLeikurinn er hafinn og Sigufús Sigurðsson hefur leikinn í miðri vörn Vals. 25. mín: Akureyri - FH 10-9 Jafnræði með liðunum, Örn Ingi að koma sterkur inn hjá FH. 20. mín: Akureyri - FH 8-6 Loksins skoraði Andri Berg, en Baldvin hefur skorað fimm mörk fyrir FH. Daníel er byrjaður að verja í FH-markinu. 19.24 Valur - AftureldingValsarinn Sigfús Sigurðsson hitaði upp eins og enginn væri morgundagurinn og virkar nokkuð léttur á sér. Liðin eru farinn inn til búningsherbergja þar sem lokaræða þjálfaranna fer líklega fram. Valur gerði jafntefli við Gróttu í fyrstu umferðinni sem kom nokkuð á óvart en Afturelding tapaði þá fyrir Akureyri með ellefu marka mun. 17. mín: Akureyri - FH 6-4 Akureyri skoraði loks eftir 8 mínútur án þess að skora. Sveinbjörn var að verja sitt annað víti í dag. 13. mín: Akureyri - FH 5-3 FH hefur skorað þrjú mörk í röð. 19.12 HK - GróttaÞað er rólegt í Digranesi þegar 20 mínútur eru í leik. Grótta kom gríðarlega á óvart í fyrstu umferð er liðið náði jafntefli gegn Val en einhverjir spáðu því að Grótta myndi ekki fá stig í vetur. HK, sem spáð var þriðja sæti, tapaði á heimavelli gegn Haukum og þarf á sigri að halda í kvöld. Vallarþulur gerir sitt besta til þess að ná þeim tíu sem mættir eru í hús í gang. Föstudagsslagarinn Kickstart My Heart með Mötley Crue á blastinu. Vel gert 9. mín: Akureyri - FH 5-1 Baldvin skorar loksins fyrir FH sem er nú einum fleiri. Sókn liðsins er léleg.7 mín: Akureyri - FH 5-0 Sveinbjörn í gríðarlegum ham, Hörður Fannar kominn með tvö í röð.5. mín: Akureyri - FH 3-0 Guðmundur Hólmar skorar tvö mörk og Sveinbjörn kominn með þrjú skot varin.2. mín: Akureyri - FH 1-0 Geir Guðmundsson stimplar sig inn eftir að Sveinbjörn varði vel áðan. FH fékk 2 mínútna brottvísun í fyrstu sókn.19.00: Akureyri - FH Leikurinn er hafinn fyrir norðan.18.45 Akureyri - FH: Heimir Örn Árnason hitar upp með liði Akureyrar. Hann verður frá í nokkrar vikur og mun því gera eins og Geir Guðmundsson gerði í fyrra þegar hann var meiddur, taka þátt í öllu nema leiknum sjálfum.31. mín: HK-Grótta 11-9 Síðari hálfleikur er hafinn. Grótta sækir að minni klukkunni
Íslenski handboltinn Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Sjá meira