Umfjöllun: Kennslustund í knattspyrnu á Akureyri Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 28. september 2011 15:31 Rakel Hönnudóttr. Mynd/Stefán Eitt besta félagslið heims sýndi hvernig á að spila fótbolta þegar það vann öruggan sigur á Þór/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Lokatölur voru 0-6 fyrir Potsdam. Turbine Potsdam er með eitt allra besta félagslið heims. Það vann þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð í vor og hefur alls orðið þýskur meistari fimm sinnum frá og með árinu 2004. Það varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en tapaði í úrslitaleiknum í fyrra. Liðið vann Val samtals 19-2 í Evrópukeppninni árið 2005. Þrátt fyrir að vera töluvert lakari á pappírunum margfrægu létu Akureyrarstelpur vel fyrir sér finna. Þær tækluðu strax um allan völl og létu gestina finna fyrir íslenskri gestrisni. Potsdam náðu þó fljótlega undirtökunum og komst yfir með slysalegu sjálfsmarki. Arna Sif Ásgrímsdóttir sparkaði þá boltanum í eigið mark eftir fyrirgjöf. Skömmu síðar skoraði heimsmeistarinn Yuki Nagasato eftir stungusendingu og staðan orðin 2-0 eftir 14 mínútur. Þrátt fyrir það opnaðist ekki fyrir neinar flóðgáttir en Helena Jónsdóttir varði nokkrum sinnum frábærlega í markinu. Helena er aðeins 18 ára en var örugg í öllum sínum aðgerðum og varði oft mjög vel, við erfiðar aðstæður. Völlurinn var rennandi blautur og erfitt að fóta sig. Þór/KA fékk tvö ágæt færi, Mateja Zver og Sandra María Jessen skutu báðar yfir úr svipuðu færi, aðþrengdar. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Potsdam, verðskulduð staða. Seinni hálfleikur var ekki gamall þegar leikmenn Potsdam fengu alltof mikinn tíma í teignum og eftir einfalda sendingu skoraði Yuki aftur, nú af stuttu færi. Yuki innsiglaði svo þrennu sína en þá var farið að draga verulega af Þór/KA. Þær eru ekki vanar að spila svona hraðan leik og Potsdam keyrði yfir þær á lokakaflanum. Fimmta markið var einfalt, það skoraði Peter Babett af stuttu færi eftir fyrirgjöf og Anonma Genoveva potaði svo boltanum í markið þegar hún komst ein gegn Helenu. Staðan orðin 0-6. Leikurinn fjaraði svo út án frekari marka, en Potsdam fékk fleiri færi til að bæta við mörkum. Lið Potsdam spilaði virkilega vel á milli sín, hreyfingar án bolta voru frábærar og leikskilningurinn mikill. Þór/KA barðist virkilega vel en eðlilega dró af liðinu þegar leið á. Það á litla möguleika á að komast áfram en seinni leikurinn er ytra í næstu viku.Þór/KA 0-6 Turbine Potsdam 0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir - Sjálfsmark(11.) 0-2 Yuki Nagasato (14.) 0-3 Yuki Nagasato (50.) 0-4 Yuki Nagasato (56.) 0-5 Peter Babett (74.) 0-6 Anonma Genoveva (76.)Skot (á mark): 7-22 (3-13)Varin skot: Helena 7 – 0 Berger/Maher 3Horn: 0-10Aukaspyrnur fengnar: 8-8Rangstöður: 0-1Áhorfendur: 530 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Eitt besta félagslið heims sýndi hvernig á að spila fótbolta þegar það vann öruggan sigur á Þór/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Lokatölur voru 0-6 fyrir Potsdam. Turbine Potsdam er með eitt allra besta félagslið heims. Það vann þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð í vor og hefur alls orðið þýskur meistari fimm sinnum frá og með árinu 2004. Það varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en tapaði í úrslitaleiknum í fyrra. Liðið vann Val samtals 19-2 í Evrópukeppninni árið 2005. Þrátt fyrir að vera töluvert lakari á pappírunum margfrægu létu Akureyrarstelpur vel fyrir sér finna. Þær tækluðu strax um allan völl og létu gestina finna fyrir íslenskri gestrisni. Potsdam náðu þó fljótlega undirtökunum og komst yfir með slysalegu sjálfsmarki. Arna Sif Ásgrímsdóttir sparkaði þá boltanum í eigið mark eftir fyrirgjöf. Skömmu síðar skoraði heimsmeistarinn Yuki Nagasato eftir stungusendingu og staðan orðin 2-0 eftir 14 mínútur. Þrátt fyrir það opnaðist ekki fyrir neinar flóðgáttir en Helena Jónsdóttir varði nokkrum sinnum frábærlega í markinu. Helena er aðeins 18 ára en var örugg í öllum sínum aðgerðum og varði oft mjög vel, við erfiðar aðstæður. Völlurinn var rennandi blautur og erfitt að fóta sig. Þór/KA fékk tvö ágæt færi, Mateja Zver og Sandra María Jessen skutu báðar yfir úr svipuðu færi, aðþrengdar. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Potsdam, verðskulduð staða. Seinni hálfleikur var ekki gamall þegar leikmenn Potsdam fengu alltof mikinn tíma í teignum og eftir einfalda sendingu skoraði Yuki aftur, nú af stuttu færi. Yuki innsiglaði svo þrennu sína en þá var farið að draga verulega af Þór/KA. Þær eru ekki vanar að spila svona hraðan leik og Potsdam keyrði yfir þær á lokakaflanum. Fimmta markið var einfalt, það skoraði Peter Babett af stuttu færi eftir fyrirgjöf og Anonma Genoveva potaði svo boltanum í markið þegar hún komst ein gegn Helenu. Staðan orðin 0-6. Leikurinn fjaraði svo út án frekari marka, en Potsdam fékk fleiri færi til að bæta við mörkum. Lið Potsdam spilaði virkilega vel á milli sín, hreyfingar án bolta voru frábærar og leikskilningurinn mikill. Þór/KA barðist virkilega vel en eðlilega dró af liðinu þegar leið á. Það á litla möguleika á að komast áfram en seinni leikurinn er ytra í næstu viku.Þór/KA 0-6 Turbine Potsdam 0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir - Sjálfsmark(11.) 0-2 Yuki Nagasato (14.) 0-3 Yuki Nagasato (50.) 0-4 Yuki Nagasato (56.) 0-5 Peter Babett (74.) 0-6 Anonma Genoveva (76.)Skot (á mark): 7-22 (3-13)Varin skot: Helena 7 – 0 Berger/Maher 3Horn: 0-10Aukaspyrnur fengnar: 8-8Rangstöður: 0-1Áhorfendur: 530 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira