Með teknó- og þungarokksplötu á teikniborðinu Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. september 2011 13:28 Sala á nýjustu plötu Mugison af heimasíðu hans fór vel af stað um helgina en rúmlega 500 stykki seldust á tveimur dögum eftir að opnaði fyrir sölu kl. 15 á föstudag. Mugison greindi frá þessu í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag þar sem hann frumflutti einnig tvö lög af plötunni. Þau hétu Áfall, rokkari er fæddist eftir áhyggjur eiginkonu hans á svimaköstum er popparinn fær eftir löng heit böð, og Kletturinn sem hlýtur að verða næsti slagari af plötunni. Í viðtalinu greindi Mugison einnig frá því að hann væri í raun með tvær aðrar plötur á teikniborðinu. Hins vegar rafræna plötu er hann er langt kominn með en þar fær sérsmíðað hljóðfæri hans Mír-strument að njóta sín til fullnustu. Hin platan hefur aftur á móti vinnuheitið "Mugi-metall" og mun innihalda níðþunga metaltóna, ef hún verður nokkurn tímann kláruð. "Ég og Addi trommari erum alltaf að hvetja hvorn annann áfram yfir bjórglasi á túrum að gera þyngstu metalplötu Íslandssögunnar," sagði Mugison. "En svo yfirleitt daginn eftir minnumst við ekkert á það meira. Ég hef verið að safna lagahugmyndum á hana í möppu á tölvunni minni. Upptökur af gítarriffum og öðru sem mig langar til þess að þróa í þá átt." Mugison heldur útgáfutónleika sína fyrir Haglél í Fríkirkjunni á laugardag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Sala á nýjustu plötu Mugison af heimasíðu hans fór vel af stað um helgina en rúmlega 500 stykki seldust á tveimur dögum eftir að opnaði fyrir sölu kl. 15 á föstudag. Mugison greindi frá þessu í útvarpsþættinum Vasadiskó á sunnudag þar sem hann frumflutti einnig tvö lög af plötunni. Þau hétu Áfall, rokkari er fæddist eftir áhyggjur eiginkonu hans á svimaköstum er popparinn fær eftir löng heit böð, og Kletturinn sem hlýtur að verða næsti slagari af plötunni. Í viðtalinu greindi Mugison einnig frá því að hann væri í raun með tvær aðrar plötur á teikniborðinu. Hins vegar rafræna plötu er hann er langt kominn með en þar fær sérsmíðað hljóðfæri hans Mír-strument að njóta sín til fullnustu. Hin platan hefur aftur á móti vinnuheitið "Mugi-metall" og mun innihalda níðþunga metaltóna, ef hún verður nokkurn tímann kláruð. "Ég og Addi trommari erum alltaf að hvetja hvorn annann áfram yfir bjórglasi á túrum að gera þyngstu metalplötu Íslandssögunnar," sagði Mugison. "En svo yfirleitt daginn eftir minnumst við ekkert á það meira. Ég hef verið að safna lagahugmyndum á hana í möppu á tölvunni minni. Upptökur af gítarriffum og öðru sem mig langar til þess að þróa í þá átt." Mugison heldur útgáfutónleika sína fyrir Haglél í Fríkirkjunni á laugardag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira