Kári Steinn: Fékk krampa eftir 34 kílómetra en dröslaðist í mark Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. september 2011 12:13 Mynd / HAG „Hún er alveg frábær. Þetta var stórskemmtilegt hlaup, frábærar aðstæður og rosaleg stemmning," sagði maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson um tilfinninguna að loknu Berlínarmaraþoninu í dag. „Það er ekki leiðinlegra að ná Íslandsmetinu og Ólympíulágmarki í fyrsta hlaupi. Það gekk allt vel og ég er rosalega sáttur með þetta," sagði Kári Steinn sem gaf það út að hann ætlaði að bæta Íslandsmetið í hlaupinu í dag. Íslandsmetið var í eigu Sigurðar Péturs Sigmundssonar sem setti metið einnig í Berlín árið 1985. Metið var því 26 ára gamalt. „Jú, það gerir þetta enn sætar. Það var kominn tími á þetta met og ég var búinn að horfa á það lengi. Það var alltaf draumurinn að fara í maraþonið, það var sú grein sem ég taldi að lægi best fyrir mér. Eftir útskrift í Bandaríkjunum gat ég sett stefnuna á maraþonið. Ég er búinn að æfa fyrir maraþonið í allt sumar og þetta small allt saman í dag." Kári Steinn hefur náð góðum árangri í styttri vegalengdum en hefur undanfarið einbeitt sér að lengri vegalengdum. Hann setti Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fyrr í sumar og nú er Íslandsmetið í maraþoni einnig komið í hans vörslu. „Ég hugsa að ég eigi nóg inni. Ég hefði getað gert ýmislegt betur í dag. Ég fékk krampa eftir 34 kílómetra og þurfti að hægja svolítið á mér. Ég var vel stressaður þá því ég vissi að ég væri á góðum hraða og á leiðinni að ná lágmarkinu. Ég reyndi að drekka rosalega vel, taka inn smá orku og rétt úr löppunum. Ég náði einhvern veginn að dröslast í mark þrátt fyrir að vera tæpur í báðum kálfum," sagði Kári Steinn sem hleypur fyrir Breiðablik. Kári Steinn er annar Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikana í London næsta sumar. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einnig lágmarki fyrir leikana í sumar. „Það er rosalegur léttir að þurfa ekki að stressa sig á því í vetur að ná lágmarki. Nú getur maður einbeitt sér að æfingum, unnið í sínum veikleikum og stílað á gott hlaup í London á næsta ári," segir Kári Steinn sem ætlar að setjast niður með þjálfara sínum og setja sér ný markmið. „Fyrsta markmið var að komast inná leikana og nú þurfum við að setja nýtt," sagði Kári Steinn. Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sjá meira
„Hún er alveg frábær. Þetta var stórskemmtilegt hlaup, frábærar aðstæður og rosaleg stemmning," sagði maraþonhlauparinn Kári Steinn Karlsson um tilfinninguna að loknu Berlínarmaraþoninu í dag. „Það er ekki leiðinlegra að ná Íslandsmetinu og Ólympíulágmarki í fyrsta hlaupi. Það gekk allt vel og ég er rosalega sáttur með þetta," sagði Kári Steinn sem gaf það út að hann ætlaði að bæta Íslandsmetið í hlaupinu í dag. Íslandsmetið var í eigu Sigurðar Péturs Sigmundssonar sem setti metið einnig í Berlín árið 1985. Metið var því 26 ára gamalt. „Jú, það gerir þetta enn sætar. Það var kominn tími á þetta met og ég var búinn að horfa á það lengi. Það var alltaf draumurinn að fara í maraþonið, það var sú grein sem ég taldi að lægi best fyrir mér. Eftir útskrift í Bandaríkjunum gat ég sett stefnuna á maraþonið. Ég er búinn að æfa fyrir maraþonið í allt sumar og þetta small allt saman í dag." Kári Steinn hefur náð góðum árangri í styttri vegalengdum en hefur undanfarið einbeitt sér að lengri vegalengdum. Hann setti Íslandsmet í hálfu maraþoni í Reykjavíkurmaraþoninu fyrr í sumar og nú er Íslandsmetið í maraþoni einnig komið í hans vörslu. „Ég hugsa að ég eigi nóg inni. Ég hefði getað gert ýmislegt betur í dag. Ég fékk krampa eftir 34 kílómetra og þurfti að hægja svolítið á mér. Ég var vel stressaður þá því ég vissi að ég væri á góðum hraða og á leiðinni að ná lágmarkinu. Ég reyndi að drekka rosalega vel, taka inn smá orku og rétt úr löppunum. Ég náði einhvern veginn að dröslast í mark þrátt fyrir að vera tæpur í báðum kálfum," sagði Kári Steinn sem hleypur fyrir Breiðablik. Kári Steinn er annar Íslendingurinn sem tryggir sér þátttökurétt á Ólympíuleikana í London næsta sumar. Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir náði einnig lágmarki fyrir leikana í sumar. „Það er rosalegur léttir að þurfa ekki að stressa sig á því í vetur að ná lágmarki. Nú getur maður einbeitt sér að æfingum, unnið í sínum veikleikum og stílað á gott hlaup í London á næsta ári," segir Kári Steinn sem ætlar að setjast niður með þjálfara sínum og setja sér ný markmið. „Fyrsta markmið var að komast inná leikana og nú þurfum við að setja nýtt," sagði Kári Steinn.
Innlendar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Gæti farið frá Liverpool til Tottenham „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Ómar segist eiga meira inni Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sjá meira