Elín Helga Jónsdóttir og Heiða Ingólfsdóttir hafa gengið frá þriggja ára samningum við Gróttu. Þær koma báðar úr Fylki sem ákvað nýverið að senda ekki lið til leiks í N1-deild kvenna í vetur.
Elín Helga er uppalin hjá Fylki. Í fréttatilkynningu frá Gróttu kemur fram að hún geti leyst allar stöður fyrir utan. Hún skoraði 29 mörk með Fylki í fyrra.
Heiða er hins vegar uppalin í Vestmannaeyjum og er markvörður. Báðar eiga þær að baki landsleiki með yngri landsliðum Íslands.
Fyrr í vikunni gekk Sunna María Einarsdóttir til liðs við Gróttu en hún var einnig á mála hjá Fylki.
