Handbolti

Fyrsta tap Drott á tímabilinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gunnar Steinn í leik með Drott.
Gunnar Steinn í leik með Drott.
Sænska liðið Drott tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á tímabilinu í sænsku úrvalsdeildinni. Liðið tapaði þá fyrir Ystad á útivelli, 29-26.

Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Drott í leiknum en hann hefur verið lykilmaður í liði félagsins undanfarin ár.

Drott heldur engu að síður toppsæti deildarinnar enn um sinn en liðið er með átta stig eftir fimm umferðir.

Eitt lið er enn með 100 prósent árangur á tímabilinu en það er Íslendingaliðið Guif frá Eskilstuna sem Kristján Andrésson þjálfar. Guif hefur þó aðeins spilað þrjá leiki til þessa og er því ásamt nokkrum öðrum liðum með sex stig í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×