Hreggviður: Tekur tæknilega meiri tíma að taka skot Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2011 22:26 Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, setti stórt spurningamerki við sigurkörfu Grindvíkinga í viðureign liðanna í Vesturbænum í kvöld. „Í fyrsta lagi held ég að það taki tæknilega meiri tíma en þessi sekúndubrot til þess að taka skot. Það er mjög leiðinlegt að tapa þessu svona á óvissuatriði. Ég óska þeim til hamingju. Þeir börðust vel og eru með skemmtilegt lið,“ sagði Hreggviður. „Mér fannst þetta vera kaflaskiptur leikur. Annaðhvort voru þeir á nokkurra mínútna skriði eða við. Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Við náðum ekki að skila fjörutíu mínútum af góðir vörn og góðri sókn. Við höfum aðeins náð að æfa saman í tvær vikur með fullmannað lið.“ Hreggviður skoraði 20 stig í leiknum auk þess að taka sex fráköst. Hann var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna en tólf stiganna komu þaðan. Hann sagðist ánægður með að búið væri að færa þriggja stiga línuna utar. „Þetta skilur að alvöru skytturnar,“ sagði Hreggviður léttur. „Það skiptir engu máli. Þetta er breytt lið og skiptir engu máli hver skorar,“ bætti hann við. Hreggviður telur að það eigi eftir að taka tíma fyrir KR-liðið að smella saman. „Þetta verður svipað eins og í fyrra. Marcus Walker var frábær í lok tímabils. Hann byrjaði rólega, þurfti að finna sig. Við vorum með nýtt lið og það tók tíma að finna okkur. Þetta verður sama sagan í ár. Við erum með marga nýja leikmenn, tvo nýja útlendinga. Þetta verður lærdómskúrva að finna okkur og þessi leikur var dæmigerður fyrir það.“ Bandaríkjamennirnir David Tairu og Edward Horton Jr. spiluðu þokkalega í kvöld. Þeir virtust ná vel saman og Hreggviður hefur trú á þeim. „Þeir eiga eftir að smella inn í þetta. Þeir eru með toppstykkið í lagi, vilja vinna og vinna fyrir liðið. Þurfa ekki að gera þetta á eigin spýtur. Þeir vilja gera það sem þarf til að liðið vinni þó það gekk ekki í kvöld. Ég held að þeir eigi eftir að smella vel inní þetta,“ sagði Hreggviður. Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira
Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, setti stórt spurningamerki við sigurkörfu Grindvíkinga í viðureign liðanna í Vesturbænum í kvöld. „Í fyrsta lagi held ég að það taki tæknilega meiri tíma en þessi sekúndubrot til þess að taka skot. Það er mjög leiðinlegt að tapa þessu svona á óvissuatriði. Ég óska þeim til hamingju. Þeir börðust vel og eru með skemmtilegt lið,“ sagði Hreggviður. „Mér fannst þetta vera kaflaskiptur leikur. Annaðhvort voru þeir á nokkurra mínútna skriði eða við. Það var svolítill haustbragur á þessu hjá okkur. Við náðum ekki að skila fjörutíu mínútum af góðir vörn og góðri sókn. Við höfum aðeins náð að æfa saman í tvær vikur með fullmannað lið.“ Hreggviður skoraði 20 stig í leiknum auk þess að taka sex fráköst. Hann var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna en tólf stiganna komu þaðan. Hann sagðist ánægður með að búið væri að færa þriggja stiga línuna utar. „Þetta skilur að alvöru skytturnar,“ sagði Hreggviður léttur. „Það skiptir engu máli. Þetta er breytt lið og skiptir engu máli hver skorar,“ bætti hann við. Hreggviður telur að það eigi eftir að taka tíma fyrir KR-liðið að smella saman. „Þetta verður svipað eins og í fyrra. Marcus Walker var frábær í lok tímabils. Hann byrjaði rólega, þurfti að finna sig. Við vorum með nýtt lið og það tók tíma að finna okkur. Þetta verður sama sagan í ár. Við erum með marga nýja leikmenn, tvo nýja útlendinga. Þetta verður lærdómskúrva að finna okkur og þessi leikur var dæmigerður fyrir það.“ Bandaríkjamennirnir David Tairu og Edward Horton Jr. spiluðu þokkalega í kvöld. Þeir virtust ná vel saman og Hreggviður hefur trú á þeim. „Þeir eiga eftir að smella inn í þetta. Þeir eru með toppstykkið í lagi, vilja vinna og vinna fyrir liðið. Þurfa ekki að gera þetta á eigin spýtur. Þeir vilja gera það sem þarf til að liðið vinni þó það gekk ekki í kvöld. Ég held að þeir eigi eftir að smella vel inní þetta,“ sagði Hreggviður.
Dominos-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Sjá meira