„Það fyrsta sem kemur upp í hugann minn eru hversu ódýr mörk við fengum á okkur í kvöld,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður íslenska U-21 landsliðsins, eftir tapið gegn Englendingum í kvöld.
„Ef við horfum á leikinn í heild sinni þá voru þeir ekkert svo mikið að opna vörn okkar og við héldum ágætlega“.
„Við hefðum getað gert mikið betur í kvöld. Það hefði verið best fyrir okkur að halda markinu hreinu lengur og reyna pirra þá aðeins“.
„Þegar þeir komast í 2-0 þá verða þeir rólegri og betri á boltanum sem gerði okkur enn erfiðara fyrir“.
