Handbolti

AG náði bara jafntefli í fyrsta leiknum undir stjórn Andersson

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sborri Steinn Guðjónsson tryggði AG jafntefli.
Sborri Steinn Guðjónsson tryggði AG jafntefli. Mynd/Ole Nielsen
Magnus Andersson byrjar ekki alltof vel sem þjálfari danska ofurliðsins AG kaupmannahöfn því liðið gerði bara jafntefli, 30-30 í fyrsta leiknum undir hans stjórn í kvöld þegar AG mætti nýliðunum í SønderjyskE á útivelli.

Snorri Steinn Guðjónsson tryggði AG stigið þegar hann skoraði jöfnunarmarkið mínútu fyrir leikslok en hvorugu liðinu tókst að nýta lokasóknina sína. Guðjón Valur Sigurðsson hafði jafnað leikinn í 29-29 en SønderjyskE var 29-26 yfir þegar fimm mínútur voru eftir.

AG var búið að vinna sex fyrstu leiki sína í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilnu en Søren Herskind og Klavs Bruun Jørgensen hættu sem þjálfarar liðsins í gær og Magnus Andersson tók við.

SønderjyskE var 19-15 yfir í hálfleik en AG-liðið var búið að jafna leikinn í 20-20 á upphafsmínútum seinni hálfleiks og flestir bjuggust nú við að leiðin væri þá greið að sigri fyrir leikmenn AG. Raunin var þó önnur því SønderjyskE náði aftur ágætu forskoti áður en AG kom síðan til baka í blálokin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×