Handbolti

FH var næstum því búið að fá Rhein-Neckar Löwen - mætir frönsku liði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Gústafsson og félagar eru á leiðinni til Frakklands.
Ólafur Gústafsson og félagar eru á leiðinni til Frakklands. Mynd/Anton
Íslandsmeistarar FH-inga drógust á móti franska liðinu Saint Raphael Var Handball þegar dregið var í þriðju umferð EHF-bikarsins í morgun. FH komst áfram í 3. umferðina með því að slá út belgíska liðið Initia Hasselt um helgina. Franska liðið Saint Raphael sat hjá í 2. umferðinni.

Það munaði litlu að FH fengi Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen en þýska liðið kom næst upp úr pottinum á eftir Saint Raphael. Guðmundur Guðmundsson þjálfar Löwen-liðið og með því leikur landsliðsmaðurinn Róbert Gunnarsson. Rhein-Neckar Löwen lenti síðan á móti OCI-Lions frá Hollandi.

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í Eskilstuna Guif mæta svissneska liðinu Pfadi Winterthur í 3. umferðinni en sænska liðið sló SKA Minsk örugglega út í 2. umferð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×