Körfubolti

Sigurður: Förum í alla leiki til að vinna

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld. mynd/vilhelm
„Þetta var flottur sigur, við náðum takmarkinu okkar hér í kvöld," sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson, leikmaður Grindavíkur eftir 95-73 sigur á Fjölni í Iceland Express deild karla í kvöld.

Grindavík hefur byrjað mótið vel og unnið báða leiki sína til þessa.

„Við förum í alla leiki til að vinna, við hefðum getað unnið síðasta leik stærra en við unnum þannig þetta byrjar vel hjá okkur."

„Við komum inn í leikinn með það að markmiði að skora úr öllum sóknum og það gekk vel, ég fékk nokkrar auðveldar körfur og þær gengu vel," sagði Sigurður.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Grindvíkingar unnu öruggan sigur

Leik Fjölnis og Grindavíkur lauk með 95-73 sigri Grindavíkur í Iceland-Express deild karla í kvöld. Grindavík hefur byrjað tímabilið vel, þeir unnu núverandi tvöfalda meistara, KR í meistarar meistaranna og unnu svo nágranna sína í Keflavík í fyrsta leik deildarinnar. Fjölnismenn töpuðu hins vegar fyrir ÍR í fyrstu umferð og voru því að leita að fyrsta sigrinum á þessu tímabili.

Árni: Eigum eftir að stilla okkur betur saman

"Við Fjölnismenn verðum að skoða okkur sjálfa í liðsvörninni, það þarf að stilla þetta eitthvað betur," sagði Árni Ragnarsson, leikmaður Fjölnis eftir 73-95 tap gegn Grindvíkingum í Iceland Express deild karla í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×