Tenniskappinn Andy Murray hefur verið frábær á árinu og mun fara upp fyrir Roger Federer á heimslistanum þegar listinn kemur næst út.
Murray sigraði á Shanghai Masters í dag, en þetta var þriðja mótið sem sá breski vinnur í röð. Murray sigraði Federer í úrslitum 7-5 og 6-4 í tveimur settum.
Murray er sem stendur fjórði á heimslistanum, en þegar listinn verður birtur í næstu viku mun hann fara upp fyrir Federer í þriðja sætið.
Murray hefur nú unnið þrjú mót í röð og hefur sennilega aldrei leikið betur á ferlinum. Þetta verður í fyrsta skipti sem Roger Federer er ekki í efstu þremur sætum listans frá því í júní 2003, rétt áður en hann sigraði á sínu fyrsta Wimbeldon móti.
Murray fer uppfyrir Federer á heimslistanum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn


„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti
