Fótbolti

Margrét Lára semur við þýska stórliðið Turbine Potsdam

Margrét Lára bregður á leik.
Margrét Lára bregður á leik.
Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir tilkynnti eftir leik Kristianstads og Dalfjörs í dag að hún væri á leið til þýska stórliðsins Turbien Potsdam. Það er vefsíðan fótbolti.net sem greinir frá þessu í dag.

Margrét Lára skrifar undir eins árs samning við félagið með möguleika á eins árs framlengingu.

Síðustu þrjú ár hefur framherjinn verið í herbúðum sænska liðsins Kristianstads.

Þetta er í annað sinn sem Margrét Lára reynir fyrir sér í Þýskalandi en hún lék um tíma með Duisburg.

Þýska liðið er eitt öflugasta félagslið heims og hefur unnið þýsku deildina þrjú ár í röð. Liðið vann Meistaradeildina árið 2010 og var einnig í úrslitum í ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×