Gunnar Rúnar kominn á Litla Hraun 14. október 2011 15:36 Gunnar Rúnar tekur nú út sína refsingu á Litla Hrauni mynd/Samsett Vísir.is Gunnar Rúnar Sigurþórsson var síðdegis í gær sóttur á réttargeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða foreldrum Hannesar Þórs samtals tvær milljónir króna í skaðabætur. Honum var jafnframt gert að greiða sambýliskonu Hannesar Þórs 1,2 milljónir króna í miskabætur en þau höfðu búið saman í eitt og hálft ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði fyrr á árinu dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar hafði játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana á heimili hans í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári. Þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði lá fyrir matsgerð og yfirmat þriggja dómkvaddra geðlækna sem allir komust að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar hefði verið haldinn geðveiki þegar hann stakk Hannes Þór margsinnis með hnífi, sem leiddi hann til dauða. Í vottorði geðlæknis og yfirlæknis á Sogni sagði hins vegar að Gunnar Rúnar væri ekki með formlegan geðsjúkdóm nú í þess orðs vanalegu merkingu. „Eins og rakið hefur verið fór sú hugsun að sækja á [Gunnar Rúnar] þegar vorið 2009 að hann þyrfti að ryðja [Hannesi Þór] úr vegi," segir í dómi Hæstaréttar. „Verður ekki annað ráðið af framburði ákærða en að hann hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann og í samræmi við það tók hann smátt og smátt að verða sér úti um hluti sem hann ætlaði að nota til verksins. Þegar á hólminn var komið gekk hann svo ákveðið og skipulega til verks. Einnig virðist ákærði eftir á hafa gert allt, sem í hans valdi stóð, til að aftra því að upp um hann kæmist, þar á meðal neitaði hann staðfastlega að hafa orðið Hannesi Þór að bana þar til böndin fóru æ meira að berast að honum við rannsókn málsins." Hæstiréttur segir að telja verði í ljós leitt að Gunnar Rúnar hafi borið skynbragð á eðli þess afbrots, sem hann er ákærður fyrir, og að hann hafi verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann stakk Hannes Þór til ólífis að hann teljist sakhæfur. „Var ásetningur [Gunnars Rúnars] til að svipta [Hannes Þór] lífi einbeittur og á hann sér engar málsbætur," segir Hæstiréttur. jss@frettabladid.is Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Gunnar Rúnar Sigurþórsson var síðdegis í gær sóttur á réttargeðdeildina á Sogni og fluttur á Litla-Hraun eftir að Hæstiréttur dæmdi hann í sextán ára fangelsi fyrir að hafa ráðist að Hannesi Þór Helgasyni og veitt honum áverka með hnífi sem drógu hann til bana. Þá var Gunnar dæmdur til að greiða foreldrum Hannesar Þórs samtals tvær milljónir króna í skaðabætur. Honum var jafnframt gert að greiða sambýliskonu Hannesar Þórs 1,2 milljónir króna í miskabætur en þau höfðu búið saman í eitt og hálft ár. Héraðsdómur Reykjaness hafði fyrr á árinu dæmt Gunnar Rúnar ósakhæfan og til vistunar á viðeigandi stofnun. Gunnar Rúnar hafði játað að hafa orðið Hannesi Þór að bana á heimili hans í Hafnarfirði í ágúst á síðasta ári. Þegar aðalmeðferð málsins fór fram í héraði lá fyrir matsgerð og yfirmat þriggja dómkvaddra geðlækna sem allir komust að þeirri niðurstöðu að Gunnar Rúnar hefði verið haldinn geðveiki þegar hann stakk Hannes Þór margsinnis með hnífi, sem leiddi hann til dauða. Í vottorði geðlæknis og yfirlæknis á Sogni sagði hins vegar að Gunnar Rúnar væri ekki með formlegan geðsjúkdóm nú í þess orðs vanalegu merkingu. „Eins og rakið hefur verið fór sú hugsun að sækja á [Gunnar Rúnar] þegar vorið 2009 að hann þyrfti að ryðja [Hannesi Þór] úr vegi," segir í dómi Hæstaréttar. „Verður ekki annað ráðið af framburði ákærða en að hann hafi skipulagt verknaðinn í þaula með það fyrir augum að ekki kæmist upp um hann og í samræmi við það tók hann smátt og smátt að verða sér úti um hluti sem hann ætlaði að nota til verksins. Þegar á hólminn var komið gekk hann svo ákveðið og skipulega til verks. Einnig virðist ákærði eftir á hafa gert allt, sem í hans valdi stóð, til að aftra því að upp um hann kæmist, þar á meðal neitaði hann staðfastlega að hafa orðið Hannesi Þór að bana þar til böndin fóru æ meira að berast að honum við rannsókn málsins." Hæstiréttur segir að telja verði í ljós leitt að Gunnar Rúnar hafi borið skynbragð á eðli þess afbrots, sem hann er ákærður fyrir, og að hann hafi verið að því marki fær um að stjórna gerðum sínum þegar hann stakk Hannes Þór til ólífis að hann teljist sakhæfur. „Var ásetningur [Gunnars Rúnars] til að svipta [Hannes Þór] lífi einbeittur og á hann sér engar málsbætur," segir Hæstiréttur. jss@frettabladid.is
Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira