Umfjöllun: Íslandsmeistararnir byrja á sigri gegn nýliðunum Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2011 21:12 Edward Lee Horton Junior. Mynd/Stefán KR vann nokkuð sannfærandi sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn 90-84 í DHL-höllinni í kvöld, en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Iceland-Express deild karla á tímabilinu. Mikill haustbragur var á leik liðanna og greinilegt að þau eru ekki komin í nægilega góða leikæfingu. Nýliðarnir frá Þorlákshöfn stóðu samt vel í KR-ingunum allan leikinn og fá hrós fyrir það. Þór frá Þorlákshöfn byrjaði leikinn af miklum krafti og skoruðu nokkrar fínar körfur í byrjun fyrsta leikhluta, en staðan var 7-5 eftir þriggja mínútna leik. Þá fóru Íslandsmeistararnir í gang ok breyttu stöðunni í 16-10, en liðið keyrði hratt í bakið á Þór og náðu í nokkrar auðveldar körfur. Þórsarar voru heldur betur ekki af baki dottnir en þeir skoruðu 15 stig gegn tveimur á næstu mínútum og breytu stöðunni í 25-22 fyrir gestina. Staðan var 25-24 eftir fyrsta fjórðunginn. Þórsarar héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og komust í 30-26, en þá fór KR-vélin aftur í gang og Hreggviður Magnússon fór að setja niður þriggja stiga skotin. KR náði að snúa leiknum sér í vil og komst í 34-32 þegar fjórðungurinn var hálfnaður. KR-ingar héldu áfram að keyra upp hraðan og létu Þórsara heldur betur finna fyrir því. Staðan var 48-42 fyrir KR í hálfleik. Þriðji leikhlutinn var nokkuð jafn en og sami munur hélst á með liðinum nánast allan fjórðunginn, en staðan var 63-57 fyrir KR þegar 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Svipaður munur var á með liðinum næstu mínútur og var staðan var 68-60 fyrir lokafjórðunginn. Þórsarar byrjuðu fjórða leikhlutann virkilega vel og minnkuðu strax muninn niður í tvö stig, 69-67, og mikil spenna komin í DHL-höllina. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 77-75 fyrir KR. Nokkrir umdeildir dómar féllu gegn Þór í lokin og var erfitt fyrir þá að koma til baka eftir það. Leiknum lauk með sigri KR 90-84. Mikilvægur sigur fyrir meistarana en þeir verða að bæta leik sinn mikið fyrir komandi átök. Edward Lee Horton Jr. var atkvæðamestur í liði KR með 26 stig en Darrin Govens gerði 30 stig fyrir Þór í leiknum.KR- Þór 90-84 (24-25, 24-17, 20-18,22-24) KR: Edward Lee Horton Jr. 24/5 fráköst/ 4 stoðsendingar, David Tairu 21/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 15/ 5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 9/ 4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Jón Orri Kristjánsson 1.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 28/10 fráköst, Michael Ringgold 22/15 fráköst, Guðmundur Jónsson 13, Darri Hilmarsson 12/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
KR vann nokkuð sannfærandi sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn 90-84 í DHL-höllinni í kvöld, en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Iceland-Express deild karla á tímabilinu. Mikill haustbragur var á leik liðanna og greinilegt að þau eru ekki komin í nægilega góða leikæfingu. Nýliðarnir frá Þorlákshöfn stóðu samt vel í KR-ingunum allan leikinn og fá hrós fyrir það. Þór frá Þorlákshöfn byrjaði leikinn af miklum krafti og skoruðu nokkrar fínar körfur í byrjun fyrsta leikhluta, en staðan var 7-5 eftir þriggja mínútna leik. Þá fóru Íslandsmeistararnir í gang ok breyttu stöðunni í 16-10, en liðið keyrði hratt í bakið á Þór og náðu í nokkrar auðveldar körfur. Þórsarar voru heldur betur ekki af baki dottnir en þeir skoruðu 15 stig gegn tveimur á næstu mínútum og breytu stöðunni í 25-22 fyrir gestina. Staðan var 25-24 eftir fyrsta fjórðunginn. Þórsarar héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og komust í 30-26, en þá fór KR-vélin aftur í gang og Hreggviður Magnússon fór að setja niður þriggja stiga skotin. KR náði að snúa leiknum sér í vil og komst í 34-32 þegar fjórðungurinn var hálfnaður. KR-ingar héldu áfram að keyra upp hraðan og létu Þórsara heldur betur finna fyrir því. Staðan var 48-42 fyrir KR í hálfleik. Þriðji leikhlutinn var nokkuð jafn en og sami munur hélst á með liðinum nánast allan fjórðunginn, en staðan var 63-57 fyrir KR þegar 3 mínútur voru eftir af leikhlutanum. Svipaður munur var á með liðinum næstu mínútur og var staðan var 68-60 fyrir lokafjórðunginn. Þórsarar byrjuðu fjórða leikhlutann virkilega vel og minnkuðu strax muninn niður í tvö stig, 69-67, og mikil spenna komin í DHL-höllina. Þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum var staðan 77-75 fyrir KR. Nokkrir umdeildir dómar féllu gegn Þór í lokin og var erfitt fyrir þá að koma til baka eftir það. Leiknum lauk með sigri KR 90-84. Mikilvægur sigur fyrir meistarana en þeir verða að bæta leik sinn mikið fyrir komandi átök. Edward Lee Horton Jr. var atkvæðamestur í liði KR með 26 stig en Darrin Govens gerði 30 stig fyrir Þór í leiknum.KR- Þór 90-84 (24-25, 24-17, 20-18,22-24) KR: Edward Lee Horton Jr. 24/5 fráköst/ 4 stoðsendingar, David Tairu 21/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 15/8 fráköst, Finnur Atli Magnusson 15/ 5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 9/ 4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5, Jón Orri Kristjánsson 1.Þór Þorlákshöfn: Darrin Govens 28/10 fráköst, Michael Ringgold 22/15 fráköst, Guðmundur Jónsson 13, Darri Hilmarsson 12/5 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 7, Þorsteinn Már Ragnarsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Fótbolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira