Hnefaleikakappinn David Haye hefur staðfest sögusagnir vikunnar að hann ætli sér að leggja hanskana á hilluna Haye stendur við þau orð að keppa ekki eftir að hann verður 31 árs en hann á einmitt afmæli í dag.
"Það hefur verið mín stefna að hætta þennan dag síðan ég setti fyrst á mig hanska aðeins 10 ára gamall," segir í yfirlýsingu frá Haye.
Bretinn Haye er einn skrautlegasti þungavigtarboxari síðari ára. Yfirmáta kjaftfor og yfirlýsingaglaður.
Síðasti bardaginn hans var gegn Wladimir Klitschko. Hann tapaði þeim bardaga.

