Stolnu Rolex-úrin líklega sett í sölu 28. október 2011 15:06 Frank Michelsen úrsmiður „Ég er alveg ákveðinn í að veita þau ef einhver kom með ábendingu, en ég veit það ekki fyrr en rannsókn lögreglu er lokið,“ segir Frank Michelsen úrsmiður á Laugavegi en vopnað rán var framið í verslun hans í síðustu viki. Þrír menn sem frömdu ránið komust úr landi en lögreglan gómaði í gær annan mann sem átti að koma þýfinu úr landi. Allt þýfið fannst en það er metið á 50 til 70 milljónir króna. Frank lofaði nokkrum dögum eftir ránið að sá sem kæmi með upplýsingar sem yrðu til þess að upplýsa ránið fengið eina milljón króna frá honum sjálfum. Frank segir að það sé ekki ljóst hvort að einhver kom með ábendingu sem leiddi lögregluna á sporið. „Það verður ekki ljóst fyrr en eftir einhverjar vikur, hvort það voru einn eða tveir sem komu með ábendingu. Það eru náttúrulega margir samverkandi þættir í þessu sem varð til þess að þeir fundu út úr þessu.“ Ef rannsókn lögreglu leiðir til þess að ábending frá einstaklingi varð til þess að ránið upplýstist lofar Frank að segja ekki til viðkomandi. „Ég mun ekki gera það, það er of hættulegt fyrir viðkomandi,“ segir Frank og nefnir í því sambandi nýlegt dæmi í Bandaríkjunum þar sem fjölmiðill í Boston sagði frá því að Anna Björnsdóttir, fyrrum fyrirsæta, kom upp um James Bulger glæpamann en hún fékk 230 milljónir króna fyrir vikið. Frank segist ætla afhenda milljónina þannig að sönnun fáist fyrir því að hann að afhenti þá. „Hvort ég verði með vitni sem staðfesta að ég lét peningana af hendi verður að koma í ljós.“ Frank hefur verið erlendis síðustu viku og var ekki staddur á landinu í gær þegar ljóst var að þýfið hafði fundist. Hann segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að heyra fréttirnar í gegnum síma. „Maður var eiginlega hálfdofinn. Þetta var ótrúlegt. Ég átti alls ekki von á að þetta kæmi til baka. Ég vonaðist til að þetta kæmist upp - en að úrin myndu finnast átti ég aldrei von á.“ Úrin eru eitthvað skemmd en hann hefur ekki fengið þau í hendurnar frá lögreglu. „Mér er sagt að það séu einhverjar skemmdir á þeim. Ég vona að þau séu ekki það illa farin að þau séu ónýt. Þau verða sett í sölu, nú fást í fyrsta skiptið á Íslandi Rolex-úr á betra verði segir hann,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að úrin verði setti í sölu. „Það verður að meta það þegar ég sé úrin,“ segir úrsmiðurinn að lokum. Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
„Ég er alveg ákveðinn í að veita þau ef einhver kom með ábendingu, en ég veit það ekki fyrr en rannsókn lögreglu er lokið,“ segir Frank Michelsen úrsmiður á Laugavegi en vopnað rán var framið í verslun hans í síðustu viki. Þrír menn sem frömdu ránið komust úr landi en lögreglan gómaði í gær annan mann sem átti að koma þýfinu úr landi. Allt þýfið fannst en það er metið á 50 til 70 milljónir króna. Frank lofaði nokkrum dögum eftir ránið að sá sem kæmi með upplýsingar sem yrðu til þess að upplýsa ránið fengið eina milljón króna frá honum sjálfum. Frank segir að það sé ekki ljóst hvort að einhver kom með ábendingu sem leiddi lögregluna á sporið. „Það verður ekki ljóst fyrr en eftir einhverjar vikur, hvort það voru einn eða tveir sem komu með ábendingu. Það eru náttúrulega margir samverkandi þættir í þessu sem varð til þess að þeir fundu út úr þessu.“ Ef rannsókn lögreglu leiðir til þess að ábending frá einstaklingi varð til þess að ránið upplýstist lofar Frank að segja ekki til viðkomandi. „Ég mun ekki gera það, það er of hættulegt fyrir viðkomandi,“ segir Frank og nefnir í því sambandi nýlegt dæmi í Bandaríkjunum þar sem fjölmiðill í Boston sagði frá því að Anna Björnsdóttir, fyrrum fyrirsæta, kom upp um James Bulger glæpamann en hún fékk 230 milljónir króna fyrir vikið. Frank segist ætla afhenda milljónina þannig að sönnun fáist fyrir því að hann að afhenti þá. „Hvort ég verði með vitni sem staðfesta að ég lét peningana af hendi verður að koma í ljós.“ Frank hefur verið erlendis síðustu viku og var ekki staddur á landinu í gær þegar ljóst var að þýfið hafði fundist. Hann segir það hafa verið dásamlega tilfinningu að heyra fréttirnar í gegnum síma. „Maður var eiginlega hálfdofinn. Þetta var ótrúlegt. Ég átti alls ekki von á að þetta kæmi til baka. Ég vonaðist til að þetta kæmist upp - en að úrin myndu finnast átti ég aldrei von á.“ Úrin eru eitthvað skemmd en hann hefur ekki fengið þau í hendurnar frá lögreglu. „Mér er sagt að það séu einhverjar skemmdir á þeim. Ég vona að þau séu ekki það illa farin að þau séu ónýt. Þau verða sett í sölu, nú fást í fyrsta skiptið á Íslandi Rolex-úr á betra verði segir hann,“ segir hann og telur ekki ólíklegt að úrin verði setti í sölu. „Það verður að meta það þegar ég sé úrin,“ segir úrsmiðurinn að lokum.
Rán í Michelsen 2011 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira